Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 41

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 41
SKIPULAGS; OG UMHVERFISAAAL í EVRÓPU ÁRIÐ 2000 STEFÁN THORS SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS. Oháð því hvort ísland gerist aðili að Evrópu- bandalaginu, skrifar undir samning um evrópskt efnahagssvæði eða gerir tvíhliða samninga við einstök ríki, er ljóst að hér á landi á margt eftir að breytast á næsta áratug. Þessar breytingar má rekja til þess sem gerast mun í Evrópu og Island hefur engin áhrif á. V aldataflinu milli austurs og vesturs í Evrópu er lokið og í Evrópubanda- laginu eru smám saman að mást út efnahagsleg og landfræðileg mörk milliríkja. í Norður-Evrópukeppast þjóðríkin við að teikna ný kort af Evrópu þar sem viðkomandi ríki er í miðju hringiðunnar. Þannig hafa Danir sett fram sína framtíðarsýn í ritinu Danmörk árið 2019 og Svíar sj á mikla möguleika á að Karlskrona, 60 þúsund manna bær í Suður- Svíþjóð, verði miðstöð viðskipta við ríkin við Eystrasalt. EVRÓPA Evrópubandalagið var upphaflega efnahagsbandalag, en hefur smám saman verið að færa út kvíarnar til fleiri sviða þjóðlífsins. Árið 1991 gaf EB út ritið “Europe 2000: Outlook for the Development of the Community’s T erritory” en það er í fyrsta sinn sem EB gefur út rit sem varðar landnotkun og skipulag. Þar til allra síðustu ár hefur verið litið á skipulagsmál (spacial planning) sem stj órnmál og þar með málefni sem heyrði undir einstök ríki og sveitarfélög. Rökin fyrir því að EB leggur nú stóraukna áherslu á skipulagsmál eru þau að hin hraða þróun í átt að nýrri Evrópu krefst breiðari skoðunar og framtíðar' sýnar í tengslum við ný vaxtarsvæði og nýjar samgönguleiðir. EB horfir þess vegna ekki aðeins til þróunar í aðildarríkjunum heldur einnig til þróunar í þeim ríkjum sem eru utan bandalagsins, s.s. Norðurlanda og Austurríkis. Það er mat eins af höfundum Europe 2000, Derek Martin, að nú þegar eigi sér stað svo miklar breytingar á efnahagS' og stjórnmálasviði í Evrópu að þær eigi eftir að hafa hingað til óþekktar breytingar í för með sér á landnotkun. Tilkoma innri markaðar, hugsanleg innganga Austurríkis, Svíþjóðarog Finnlands íEB, samningur um evrópskt efna- hagssvæði og efnahagssamvinna Austur- og Vestur'Evrópu munu að mati Martins hafa víðtæk áhrif á skipulagsmál. Samgöngu- og veitukerfi verða endurskipulögð og breytingar á umferðarstraumum munu skapa nýja möguleika á staðarvali fyrirtækja og breyta þar með samskiptamynstri borga og svæða í Evrópu. Á það er lögð áhersla að ekki beri að líta á “Europe 2000” sem eiginlega skipulags- áætlun eins og hún er skilgreind, heldur sem skoðun sem framkvæmd er “að ofan” þ.e. af ráðamönnum í EB með það að markmiði að skapa grundvöll að frekari skipulagsvinnu í “grasrótinni” í héruðum og þjóð- ríkjum. DANMÖRK Danir eru fljótir að taka við sér þegar skipulags- og umhverfismál eru annars vegar. í framtíðarsýn Dana sem gefin hefur verið út í veglegu riti á vegum umhverfis- ráðuneytisins og heitir “Danmark pá vej mod ár 2018” eru tíunduð þau leiðandi markmið sem danska ríkisstjórnin mun hafa að leiðarljósi í sambandi við skipulagsmál, þróun og breytingar. Þessi markmið eru: ■ Styrkja á stöðu danskra bæja í Evrópu. ■ Eystrasaltssvæðiðáaðverafremst í flokki borgarsvæða á Norður- löndum. ■ Danskir bæir eiga að vera fallegir, hreinir og þjóna vel sínum tilgangi. ■ Danskir bæir eiga að tengjast á hagkvæman og umhverfisvænan hátt við alþjóðlegar samgönguleiðir. ■ Danskt landslag á að vera fjölbreytt og strjálbýlið lifandi. ■ Danskarstrendurogbæireigaað halda sínum séreinkennum og vera aðlaðandi fyrir ferðamenn. Samþykktir dönsku ríkisstjórnar' innar eru bindandi fyrir ríkið en eiga ekki á neinn hátt að hefta athafnir einkaaðila. Þeirri fram- tíðarsýn sem birtist í ritinu er hins vegar ætlað að verka hvetjandi á héruð og sveitarfélög í sinni stefnu- mörkun um framtíðarþróun. 1. janúar 1993 tekur Niels Öster- gárd, sem er forstj óri í dönsku skipu- lagsstjórninni, við formennsku í EB- nefnd sem fjallar um skipulagsmál og þróun. Að sögn Östergárds verður aðalverkefni nefndarinnar að semja nýja skýrslu um skipulag og landnotkun í Evrópu, þar sem mun nánar verður farið í saumana en í “Europe 2000”. Að mati Östergárds er sú áhersla sem EB leggur nú á skipulagsmál athyglis- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.