Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 26
AÐ BYGGJA
OG BYGGJA
OG BYGGJA
HELGI HAFLIÐASON
ARKITEKT.
Alltaf er verið að byggja.
Síðan hinn almenni
borgari þessa lands sá
fram á það að geta
komið sér upp húsnæði hefur hann
verið svo virkur þátttakandi í þeim
verknaði að segja má með nokkrum
sanni að það sé orðin ein af
þjóðaríþróttum Islendinga að
byggja. Jafnframt er það nánast
höfuðskylda hvers manns, sem
byggir hús, að hann byggi ódýrt,
enda er augljóst að það hlýtur að
vera betra að byggja ódýrt fremur
en dýrt, nóg er við peningana að
gera. Samt er í lagi að kosta nokkru
til, svona aukalega, þegar sjá má
fram á að dæmið ætlar nokkurn
veginn að ganga upp. Það gæti t.d.
verið með því að hafa útskornar
fjalir á þakbrúnum, palisander í
eldhúsinu eða gyllta klósettsetu.
Umfram allt verður slíkur munaður
að vera vel sýnilegur svo að allir
geti séð hve smekklega hefur til
tekist. Menngætasínsamtáþvíað
ganga ekki of langt í að uppfylla
eigin þarfir, heldur gera sem mest
„eins og hinir”, því að auðvitað
verður að hugsa um endursölu
eignarinnar.
Mig minnir að ég hafi heyrt hús-
byggjanda guma af því hve hann
hafi verið snjall að byggja sérlega
ódýrt og vel heppnað hús handa sér
og fjölskyldu sinni. Hann talaði við
einn eftirsóttasta húsateiknara
landsins og strax daginn eftir var
teikningin tilbúin, „eins og sniðin
OG BYGGJA
fyrir þig!” hafði hann sagt. Samt
kom í ljós að nokkra ágalla mátti
finna á húsinu, t.d. hefðu barna-
herbergin mátt vera stærri, of mikið
rými fór í ganga og illa gekk að
koma húsgögnum fyrir í skála og
stofu. Því miður var enginn tími til
að velta þessu fyrir sér áður en
fr amkvæmdir hófust því verðbólgan
æddi áfram og ef maður byggði ekki
í dag yrði það langtum dýrara á
morgun. Þegar hann byggði næst
ætlaði hann að fara öðruvísi að,
hann vissi nákvæmlega hvað hann
ætti að gera, væri nánast með
patentlausnir á hentugum bygging-
araðferðum og í sérlega góðri að-
stöðu til að byggja fyrir aðeins brot
afþvíverðisemaðrirgerðu. Hann
væri líka reynslunni ríkari en eins
og allir vita er reynslan besti kennar-
inn, a.m.k. sá kennarinn sem best
er launaður.
Þegar ég spurði hvað hann ætlaði
að gera við mistökin, þ.e. gamla
húsið, svaraði hann að það væri
ekkert mál, hann gæti örugglega
selt það, meira að segja með tölu-
verðum hagnaði, því að eftirspurn
væri mikil, húsið vel í sveit sett
með frábæru útsýni og „ekta” gervi-
bitar í stofuloftinu. Auk þess hefði
hann verið svo heppinn að hafa
boga yfir öllum gluggum, „og það er
einmitt hátískan í dag”! Þeir sem
byggja fyrir aðra eru líka snjallir að
byggja ódýrt en þeir byggja stórar
blokkir fremur en einbýlishús eða
raðhús. Þá er um að gera að blokkin
verði sem lengst eða sem hæst til
þess að mögule ikar byggingakranans
nýtist sem best. Það er bara verst
hvað skipulagsmenn geta stundum
þvælst fyrir, það er eins og þeir
komi ekki auga á hvað hægt er að
búa til stórkostlegar blokkir með
tækninni!
Meira að segja opinberir aðilar geta
líka verið snjallir að byggja ódýrt.
Það getur samt verið viðkvæmt mál
ef hið opinbera ætlar að byggja frá
grunni yfir einhverja starfsemi sína.
Þegar farið er að undirbúa verkið
koma fram margir snillingar sem
vilja hafa vit fyrir hinu opinbera og
segja að í fyrsta lagi sé byggingin
ljót, í öðru lagi sé hún á kolvitlausum
stað og í þriðja lagi væri nær að
“Þegar ég spurði hvað hann ætlaði að gera
við mistökin, þ.e. gamla húsið, svaraði hann
að það væri ekkert mál, hann gæti örugg-
lega selt það, meira að segja með tölu-
verðum hagnaði,.”
24