Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 32
með tilboðum eða þeim samningum
sem hagstæðastir bjóðast hverju
sinni. Sumir bæta við að afnema
þurfi meistarakerfi og uppmælingar-
taxta. Ekki tek ég undir þær fulb
yrðingar, en tel þó að meiri ögun í
kerfinu væri til bóta.
Þessar þekktu aðferðir hafa engu
bylt í þá átt að lækka byggingar-
kostnað enda hefur þeim kannski
ekki verið fylgt markvisst. Oft virðist
líka skorta í raun áhuga á því að
leita ódýrustu leiða við húsbygg-
ingar. Gjarnan hafa byggendur eða
kaupendur þær óskir um gerð húsa
sinna að þau geta ekki orðið ódýr,
því þrátt fyrir alla umræðu um háan
byggingarkostnað er enn verið að
byggja of stór og íburðarmikil hús.
Þama komum við kannski að kj ama
málsins. Við þurfum að skilgreina
hvað við viljum. Ef meiningin er að
byggja eins ódýr hús og aðferðir
okkar leyfa verður að hanna þau
samkvæmt því og sá sem byggir
verður þá að sætta sig við einfalda
og íburðarlausa byggingu.
Mikilvægustu ákvarðanir um kostn-
aðinn eru teknar á teikniborðinu.
Það er þar, sem hönnuðurinn og
byggjandinn ákvarða gerð og stærð
hússins og þar með kostnaðinn við
það. Því má segja að val hönnuða sé
mjög mikilvægt fyrir byggjandann
og kann þá t.d. að skipta meira máli
fyrir hann að hönnuður sé hæfur og
reiðubúinn að leita bestu lausna en
hvort þurfi að greiða honum
100.000 kr meira eða minna fyrir
verkið.
I raun má segja að hér sé nánast
ríkjandi einstefna um að byggingar
séu úr steinsteypu, þótt hús úr öðru
efni sjáist inni á milli. Menn segja í
gantaskap að þegar við byggjum
steinhús byggjum við þrjú hús: eitt
timburhús utan við steypuna, annað
innan við hana og steinhús þar á
milli. Síðan rífum við bæði timbur-
húsin og hendum þeim en hirðum
steinhúsið. Þessi lýsing er auðvitað
ósanngjörn og tekur ekki tillit til
tækniþróunar sem orðið hefur í
byggingariðnaði. Engu að síður
vekur hún þá spurningu hvort við
þurfum ekki stöðugt að endurskoða
aðferðir og efnisval ef draga á úr
kostnaði.
Svo lengi sem elstu menn muna
hefur umræða um byggingarkostnað
aðeins snúist um það hve hár hann
sé og um nauðsyn þess að lækka
hann.
Hins vegar fer minna fyrir raun-
hæfum aðgerðum í þá átt að meta
stöðu okkar með samanburði við
aðra, skilgreina vandamálið innan-
lands og leita hagkvæmra leiða við
gerð vandaðra og ódýrari bygginga.
Við getum slegið fram þeirri
fullyrðingu að byggingarkostnaður
sé allt of hár hérlendis. En getum
við svarað nokkru um hvaða
kostnaður sé viðunandi og hvers
vegna hann sé alltof mikill?
Við gerum miklar kröfur til gæða,
við viljum vönduð og rúmgóð hús.
Byggingarkostnaður er afstæður:
það er dýrara að byggja hús sem eru
vönduð og rúmgóð.
Hér að framan hefur eingöngu verið
fjallað um stofnkostnað við bygg-
ingar. Ekki hefur verið fjallað um
rekstrar- og viðhaldskostnað en þeir
þættir eru að sjálfsögðu mikilvægir
hérlendis þar sem áraun á byggingar
vegna veðráttu er meiri en víðast
annars staðar. Iraunerþvíumein'
földun að ræða þegar eingöngu er
fjallað um stofnkostnaðinn. Það sem
skiptir máli er “ævikostnaður” bygg-
ingarinnar, þ.e. summa stofn-, við-
halds- og rekstrarkostnaðar. Skal
þá vakin athygli á því að hækkun á
stofnkostnaði kann oft á tíðum að
draga úr rekstrar- og viðhaldskostn-
aði. Þvt getur vandað hús sem er
dýrt í byggingu í raun verið ódýr-
asti kosturinn, ef hægt er þannig að
ná fram verulegri lækkun rekstrar-
og viðhaldskostnaðaðar. ■
30