AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 12
VÍFILL ODDSSON formaðurVFÍ Það er mér sérstök ánægja að skrifa nokkrar línur í fyrsta tölublað þessa nýja rits er ber nafnið Arkitektúr, verktækni og skipulag. Hér hefur tekist samkomulag milli arkitekta. verkfræðinga og tæknifræðinga um útgáfu sameiginlegs rits sem verður væntanlega sterkt málgagn þessara stétta. Það hefur lengi háð þessum stéttum og ekki hvað síst verkfræð- ingum hversu lítt þeir hafa haft sig í frammi á opinberum vettvangi. Verkfræðingar þurfa að hafa það í huga eins og aðrir í nútímaþjóðfélagi að þeir þurfa að markaðssetja störf sín eins og reyndar flestir aðrir þurfa að gera er bjóða fram þjónustu sína á almennum markaði. Verkfræðingum hefur löngum verið ósýnt um að auglýsa sig, jafnvel ekki þótt það nógu fínt og sumir jafnvel talið slíkt brjóta í bága við siðareglur stéttarinnar. Þetta er auðvitað rangt. Ekkert er sjálfsagðara en greint sé frá einstökum fyrirtækjum, stærð þeirra og reynslu. Nú, þegar þrengir að í atvinnumálum stéttarinnar eftir u.þ.b. 25 ára öruggt atvinnuástand, er nauðsynlegt að verkfræðingar sýni frumkvæði, leiti nýrra leiða í atvinnumálum og sæki inn á ný svið sem þeir hafa ekki sinnt áður. Aðeins með því móti getum við vænst þess að halda fullri atvinnu næstu árin. Eftirtektarvert er hversu fáir verkfræðingar starfa beint eða óbeint við fiskveiðar eða fiskvinnslu sem eru undirstöðugreinar þjóðfélagsins. Þetta ættu ungir verkfræðingar og verkfræðinemar að hafa í huga. Nú er nýlokið afmælisári Verkfræðingafélagsins. Margt var gert til að minnast þess. Nær undantekningarlaust var góð þátttaka félagsmanna í hinum einstöku ráðstefnum, fundum, kynnisferðum og öðru sem til boða stóð á afmælisárinu. Þá var einnig nokkuð gert til að minnast sögu félagsins en hún er hin merkilegasta. Þannig voru til dæmis á fundi í Verkfræðingafélaginu settar fram grunnhuguyndir að Hitaveitu Reykjavíkur. Þar urðu einnig til hugmyndir og útfærslur á fyrstu raforkuverum Islend- inga. Vega- og brúargerðarmálum voru gerð góð skil, ýmist á fundum í félaginu eða þá í einstökum greinum í tímariti félagsins. Nú er senn að Ijúka formannstíð minni. Það hefur bæði kosti og galla að kjósa formann aðeins til eins árs í senn. Reyndar situr formaður 3 ár í stjórn. Það er út af fyrir sig nægjanlega langur tími og tryggir góða samfellu milli stjórna hverju sinni. Höfuðgallinn er sá að formaður situr ekki það lengi að hann nái að kynna sig út á við sem málsvara félagsins. Nú er ég læt af störfum vil ég þakka stjómarmönnum, starfsfólki félagsins og öðrum félagsmönnum ánægjulegt samstarf á sl. starfsári. Jafnframt óska ég nýrri stjóm alls hins besta á komandi starfsári. ■ Oi'ygásbók -Trompbók m * m mr i öraggiim \exti SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvegi 10, sími 41900 Engihjalla 8, sími 41900
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.