AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 20
1930-39.
HÚS BYGGINGARFÉLAGS ALÞÝÐU VIÐ
HRINGBRAUT.
Fyrri áfangi, 100 íbúðir 1931-32.
Arkitekt: Húsameistari ríkisins (Guöjón Samúelsson).
Fyrstu lögin um verkamannabústaði voru afgreidd frá
Alþingi í maí 1929. Lög þessi voru sett fyrir atbeina
Alþýðuflokksins, en flutningsmaður frumvarpsins var
Héðinn Valdimarsson. Á grundvelli hinnar nýju laga-
setningar var Byggingarfélag alþýðu stofnað. Hóf það
undirbúning að byggingu verkamannabústaða í Reykjavík.
Bæjaryfirvöld úthlutuðu félaginu svæði fyrir um hundrað
íbúðir við Hringbraut, vestan Hofsvallagötu. Framkvæmdir
hófust í júlí 1931 og var flutt inn í fyrstu íbúðirnar í maí
1932. Höfðu íbúarnir þá greitt 15% af heildarverði
íbúðanna, en eftirstöðvamar voru með láni til 42 ára.
Um 1930 var efnt til samkeppni húsameistara um verka-
mannabústaði á þessari lóð. Hlutu arkitektamir Ame
FinsenogGunnlaugurHalldórsson 1 .-2. verðlaun. Hvorug
sú teikning var valin til útfærslu, en Húsameistara ríkisins
þess í stað falið verkefnið.
Skipulag Guðjóns Samúelssonar á þessari fyrstu félagslegu
íbúðabyggð var í aðalatriðum byggt á hugmyndum sem
hann hafði kynnt í grein sinni árið 1921. Samfelld 2ja
hæða húsaröð myndar hring umhverfis reitinn með
sameiginlegum húsagarði ímiðju. Sambyggingin skiptist
upp í sjálfstæð stigahús með fjórum íbúðum. Forgarðar
eru meðfram Hringbraut, en annars liggja húsin þétt upp
að gangstétt. I innra skipulagi íbúða er tekið mið af sólar-
áttum, þannig snúa stofugluggar íbúða að götu sunnan-
megin við húsagarðinn en frá götu og inn í húsagarðinn að
norðanverðu. Ibúðimar eru 2-3 herbergja, auk eldhúss og
baðherbergis, en þvottahús og geymslur í kjallara. I einu
homhúsanna eru verslanir á jarðhæð, en útibú Borgar-
bókasafns á efri hæð.
18