AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 21
1930-39.
Á árunum 1936-37 reisti Byggingarfélag alþýðu nýja
þyrpingu verkamannabústaða við Hringbraut, milli
Hofsvallagötu og Brávallagötu. I þessum síðari áfanga
voru 72 íbúðir. Þyrpingin var hönnuð af Gunnlaugi
Halldórssyni arkitekt, og er hún eitt elsta dæmið hér
á landi um íbúðarhverfi skipulagt samkvæmt aðferðum
fúnksjónalismans. I skipulagi bæjarins af þessum reit
hafði verið gert ráð fyrir samfelldum húsaröðum
meðfram öllum götum og lokuðum húsagarði í miðju, líkt
og í hverfinu vestan Hofsvallagötu. Arkitektinn kaus
að brjóta byggðina upp í stakstæðar húsalengjur, þannig
að stofugluggar og forgarðar allra húsanna sneru í sólarátt.
Miðsvæðis í þyrpingunni er leikvöllur, og liggur hann vel
við sól, í skjóli af byggingunum. Þó svo að hugmynd
skipulagsins væri mjög í anda hinnar nýju stefnu, var tekið
ríkt tillit til aðliggjandi göturýma og húsin sniðin að
nálægri byggð, t.d. við Ásvallagötu. I röðinni næst
Hofsvallagötu stallast stigahúsin innbyrðis, en með því
móti verða garðarnir sólríkari, auk þess sem baðherbergi
við endagangs í íbúðunum fá opnanlegan glugga. Inngangar
húsanna snúa frá götu og inn að leiks væðinu. Ibúðimar við
Hofsvallagötu eru allar tveggja herbergja, en þriggja
herbergja í hinum þremur húsaröðunum. Fyrirkomulag
stigahúsa og sameignar er með svipuðu móti og í eldri
þyrpingunni. Fyrir nútímafólk er erfitt að gera sér í
hugarlund hversu öfundsvert hlutskipti það var að eignast
íbúð á tímum kreppu og gífurlegs húsnæðisskorts. Fyrir
efnalítið fólk á árunum milli stríða var það mikill munaður
að hafa sérstakt baðherbergi með vatnssalemi og baðkeri
inni í sjálfri íbúðinni. Slíkt var nýmæli á þeim árum,
jafnvel á betri heimilum.
HÚS BYGGINGARFÉLAGS ALÞYÐU VIÐ
HRINGBRAUT.
Seinni áfangi, 72 íbúöir 1936-37.
Arkitekt: Gunnlaugur Halldórsson.
19