AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Qupperneq 38
Líkan, síðara þrep.
Grunnmynd.
3. - 5. SÆTI
Höfundar: Helga Gunnarsdóttir, arkitekt, og
Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt.
Samstarf: Elínborg Ragnarsdóttir,tœkniteikmari,
og Hjördís Sigurgísladóttir, arkitekt.
Ráðgjöf: Verkfrœöistofa Stefáns Ólafssonar.
MARKMIÐ
Skipulagssvæðið er tvískipt vegna vemdaðs útivistar-
svæðis. Svæðin sitt hvorum megin við útivistarsvæðið eru
mjög ólík hvað varðar landslag og staðhætti. Byggðin í
tillögunni er því ólík á þessum mismunandi svæðum.
Suðaustan við útivistarsvæðið er nokkuð flatt holt. Þar er
gert ráð fyrir þéttri byggð 2ja - 3ja hæða fjölbýlishúsa.
Þéttasta byggðin er lögð þama, vegna nálægðar við þjón-
ustukjama og skóla. Auk þess er þama flatara og þægilegra
byggingarsvæði fyrirfjölbýlishús. Húsin eru lögð í vinkla
sem mynda skjólgóð útirými sunnan við hverja þyrpingu.
Þar eru leiksvæðin í tengslum við íbúðirnar.
Lögð er áhersla á að sameiginleg svæði séu hvetjandi
félagslega, en hafi ekki kvaðir í för með sér. Fjölbýlishúsin
eru lág, svo viðhald þeirra verður aðgengilegt og þau valda
ekki vindhvirflum. Húskroppamir eru slitnir sundur með
útitröppu, og gefur þessi mikla uppskipting vindsigtun.
Á báðum svæðum er leitast við að byggðin skýli sólríkum
útisvæðum og leiksvæðum bama fyrir norðvestlægum
vindáttum. Leiksvæði eru í sjóntengslum við allar íbúðir,
stór leiksvæði við fjölbýlishúsin, en við raðhúsin eru litlir
leikvellir fyrir yngstu bömin við húsin.
Lögð er rík áhersla á að íbúðir í fjölbýlishúsum búi yfír
sem flestum kostum sérbýlis en njóti jafnframt kosta
þéttbýlis. Þannig hafí allar íbúðir sólrfkt útivistarsvæði í
beinum tengslum við íbúðina, ýmist garð í raðhúsum og
á neðstu hæðum fjölbýlishúsa eða stórar svalir.
Allir eiga auk þess kost á reit til ræktunar. Leiksvæði og
sameiginleg útiverönd með grillaðstöðu í tengslum við
allar íbúðir hvetja til jákvæðra samvista. Það er leitast við
að skapa íbúðir sem búa yfir það miklum kostum og
fjölbreytileika, að fólk vill búa þar til frambúðar.
Lögð er áhersla á einfaldleika íbúða og að þær stuðli að
vinnusparnaði í heimilishaldi. Þvottaaðstaða og geymslur
eru inni í hverri íbúð.
Húsdýptir eru grunnar til að forðast myrkrasvæði.
36