AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Side 91

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Side 91
verktakar eigi að róða miklu um mótun umhverfis? „Arkitektinn verður ávallt að hafa heildaryfirlit yfir það verk sem á að framkvæma. Eg hef minnst á það áður, að aðrir eiga ekki að hafa of mikil áhrif á hann á meðan hann er að móta hús eða framkvæmd. Enda sé búið að gera haldgóða framkvæmdaáætlun. Hann verður að fá að fylgja því eftir. Sjálfir byggjendurnir taka oft völdin af arkitektinum. Þar getur verið um peningamál að ræða en það hefur alltaf sýnt sig, að ef þar verður verulegur ágreiningur og árekstrar, þá er það venjulega til ills. Arkitektinn á oft erfítt um vik, t.d. ef stór byggingaraðili er að láta hanna, þá er hann að sjálfsögðu trúnaðarmaður þessa framkvæmdaraðila. En hann má ekki þvinga arkitektinn um of til þass að fara út fyrir góð vinnubrögð á hverjum stað.” Er til íslenskur arkitektúr? „Það má segja að íslenskur arkitektúr sé til. En hann er fyrst og fremst í gömlu torfbæjunum, og þeir voru fallegir og vel upp byggðir þar sem ráð voru á því. Þetta hefur haldist í nokkrum burstabæjum sem hafa verið byggðir. Það má minna á, að þetta kemur fram í byggingum eftir Guðjón Samúelsson. En almennt er ekki hægt að tala um íslenskan arkitektúr nema að þessu leyti að mínu áliti. Hitt hefur þróast frá Norðurlöndum og Evrópu að langmestu leyti. Við höfum breytt út af að sjálfsögðu og breytt til. En ennþá getum við ekki dæmt um að það sé um íslenskan arkitektúr að ræða. Það getur vel verið, að við getum það eftir 50 eða 100 ár. Þá eiga menn kannski hægara um vik að dæma þann fjölda bygginga sem hafa risið hér á síðustu 50 árum. Þá verða þær ef til vill taldar vera mótun á einhverjum nýjum íslenskum arkitektúr.” Hvert er ólit þitt ó stofnun arkitektaskóla ó íslandi? „ Ég held að við eigum ekki að stofna arkitektaskóla á íslandi. Við erum allt of fámenn til þess. Ég tel alveg nauðsynlegt fyrir arkitekta að fara út og skoða heiminn og læra erlendis. Peir læra svo hér heima af byggingaframkvæmdum og samstarfs- aðilum. Arkitektar eiga að vera fljótir að aðlaga sig íslenskum aðstæðum. Þeir eru aldir hér upp við íslenskt veðurfar og þess vegna á að vera tiltölulega fljótlegt fyrir þá að aðlaga sig mótuninni hér. Þegar er verið að skera niður aðgang að Háskólanum þá tel ég ekki rétt að taka upp nám í arkitektúr. Við yrðum þá að taka erlenda prófessora heim, annars yrði okkur allt of þröngur stakkur skorinn.” Nú er mikill samdróttur í byggingaiónaói sem og annarsstaóar í þjóðfélaginu, sérðu nýja möguleika fyrir arkitekta? „I raun og veru eigum við að taka meiri þátt í ýmsum verkefnum. Mér finnst að arkitektar ættu að gera meira af að taka þátt í almennri hönnun, sérhönnun umbúða til dæmis. Hér er mikið magn af vöru sem þarf að seljast á heimsmarkaðnum og það hefur ákaflega mikið að segja, að umbúðirnar séu fallegar. Þama gætu arkitektar vel haslað sér völl. Þetta er mjög dugandi fólk til slíkra hluta. Maður hefur séð margt gott eftir þá. Þeir þurfa einnig að hasla sér meiri völl við almenna uppbyggingu hér og eftirlit með hvers konarframkvæmdum. Eins og ég minntist á hér áðan, þá má ekki henda að arkitektar fleygi frá sér húsunum þegar þeir em rétt búnir að hanna þau. Þá er allt eftir sem tryggir góða framkvæmd.” Attu heilræði að gefa ungum arkitektum? „Heilræði? Það er erfitt að gefa arkitektum heilræði. Þeir hafa allir heilræði á takteinum. En mér finnst, að arkitektar þurfi að vera félagslyndari og þeir þurfa að byggja sitt félag betur upp en þeir hafa gert á undanfömum árum. Það verður að tvískipta félaginu eins og alls staðar. Hvort sem arkitektar vilja það eða ekki, þá verður engin þróun í félaginu fyrr en það er orðið tvískipt. Það getur starfað saman í einni heild að vissum málum. En það verður að vera launþegadeild og þeir sem reka sínar eigin stofur. Þeir verða að hafa sitt félag fyrir sig. Það er mikið verk að vinna fyrir báða þessa aðila og þeir geta unnið mikið sameiginlega. Það verður að vera góð samvinna þama á milli, því þetta verða að vera alveg traustar stofnanir. En því miður hefur það ekki verið. Svo verða að sjálfsögðu ungir og áhugasamir arkitektar að styðja við bakið á þessum góðu stofnunum en það hefur vantað mikið á í seinni tíð.” ■ Olöf Valdimarsdóttir 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.