AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 95
Hugmynd að nýju skipulagi, Sigurður Einarsson, 1993.
iim byggð miðbæjarins þar sem hún er í dag, líkt og
Lækjargatan íReykjavík. Þannigfæstrými fyrireftirsóttar
byggingar í tengslum við höfnina, með opnum rýmum
fyrir bílastæði og/eða útiveru á milli þeirra. Tengsl við
sjóinn mætti auka með því að grafa t.d tvær víkur eða varir
með „fjöru” upp að Fjarðargötunni og endurvekja á ein-
hvem hátt áhrif fyrri tíma.
Skemmst er að minnast frumlegs skólaverkefnis úr
„Arkitektaskólanum í Hafnarfirði” þar sem Fjarðargatan
var leidd neðanjarðar á stórum kafla og hús byggð á
fjörukambinum. Það er vafalaust styttraen margan grunar
í að tækni til að byggja veg neðanjarðar verður ódýr og
ákjósanlegur kostur í tilfelli eins og hér um ræðir. Þegar
sá tími kemur má auka enn á gæði miðbæjarins og grafa
Fjarðargötuna niður og göngutengsl milli núverandi
miðbæjar og þess nýja á fjörukambinum verða greiðari.
Væntingamar til endurskoðunar skipulagsins voru að hin
gífurlega yfirlega og íhuganir enduðu í hreinni og sann-
færandi skipulagshugmynd sem tæki tillit og nýtti sér til
fullnustu þau umhverfisgæði sem svæðið hefur upp á að
bjóða. Eftir allarþærtillögurog hugmyndir sem teiknaðar
hafa verið frá því að samkeppnin var háð fyrir rúmum
þremur áratugum, virðist raunveruleikinn samt ætla að
verða kolmisheppnaður málamyndaprjónaskapur.
Þótt ákveðinn skilningur sé í faginu á því að ráðgjafar sinni
ábendingum og kröfum ráðamanna, em takmörk fyrir því
hvað menn geta leyft sér. Síðasta endurskoðunin, að
fjölga hæðum bygginga í skipulagi sem þegar hefur brotið
öll lögmál umhverfisins hvað hæðir varðar, er að mínum
dómi að fara langt yfir strikið. ■
93