AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 105

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Blaðsíða 105
Fjölbýlislóðir við Kleppsveg. Vannýttir möguleikar. ævintýralegasta séð með augum sem eru í 60-130 cm hæð yfirjörðu. Þama una böm ogjafnvel fullorðnir sérvið leik og útiveru í öruggu og skjólgóðu umhverfi og fjölbýlis- formið við slíkar aðstæður er allt í einu orðið vænlegur val- kostur við önnur íbúðarform, en ekki bara stökkpallur eða endastöð. Ekki vildi ég vísa því frá mér að fjalla um þetta efni þrátt fyrir reynsluleysi við hönnun umhverfis félagslegra íbúða. Ég gæti reynt að koma hugmyndum mínum á framfæri um það hvemig umhverfi félagslegra íbúða geti verið með velferð íbúanna í huga. Það rifjaðist upp fyrir mér vöm dansks skólabróður míns á lokaverkefni sínu, sem fjallaði um endurbætur á umhverfi félagslegra íbúða í úthverfi Kaupmannahafnar. Hann byrjaði vöm sína á því að sýna myndir af umhverfinu í þáverandi ástandi. Ég hugsaði með mér að þetta væri fínt, hér þyrfti engu að breyta. Að vísu gat ég verið því sam- mála að stigagangamir voru ekki í jarðsambandi við úti- vistarsvæðið, allursamgangurþarámilli um bílastæðin. En hvað mátti þá segja um blokkarlóðirnar við Kleppsveg eða Meistaravellina? Þrátt fyrir að þetta danska umhverfi væri gróið stórum trjám og um það lægju göngu- og hjólastígar, að öllum leiktækjunum ótöldum, hafði hinn verðandi landslagsarkitekt allt á homum sér. Hverfið hafði verið byggt í byrjun sjöunda áratugarins (i de glade tressere) í einhvers konar alverktöku. Jarðvinna hafði öll verið unnin með stórum tækjum, þannig að ekkert loft var í jarðveginum og mætti greinilega sjá það á heilsufari gróðursins. Honum þótti umhverfið „sterilt” og saknaði náttúrulegs yfirbragðs. Þar að auki voru mörkin milli einkalóða næst húsi og hins almenna útivistarsvæðis ekki nógu skýr, þannig að þeim sem búa á efri hæðunum finnst þeir óvelkomnir á lóðinni, og þeir á jarðhæðinni eru berskjaldaðir fyrir hinum. Það vantaði líka eitthvað sem hvetti íbúana til virkrar útiveru og félagslegrar samveru. Þama lágu alls konar sálfræðilegar og félagsfræðilegar pælingar að baki, sem ég meðtók ekki alveg á þeirri stundu. Tillögur þessa skólabróður míns, sem var ári á undan mér í námi, grundvölluðust á breytingum á innra skipulagi bygginganna, þannig að bein tengsl yrðu úr stigagöngum út á útivistarsvæðið, og innifólu m.a. litla einkagarða þeirra sem á jarðhæð búa, lítið torg með sameiginlegu garðhúsi, skógarlundi, blómaengi, grænmetisgarða og jafnvel hænsnakofa, þannig að maður gæti sjálfur ræktað sitt grænfóður og egg. Ég gekk hníptur út úr stofunni þegar prófdómari og kennari höfðu hrósað viðkomandi í hástert og gefið honum hæstu einkunn. Sumarið áður hafði ég nefnilega verið í lokaverkefnishugleiðingum heima á Islandi og tekið fjórar filmur og safnað öllum gögnum um fjölbýlishúsalóðimar við Kleppsveg á móts við Miklagarð og þóttist vera með tilvalið efni í lokaverkefni. Þama hætti ég snarlega við þau áform, því mér fannst að gapið milli danskrar og íslenskrar þjóðarsálar á þessu sviði var hreinlega of stórt til að brúa. Ég treysti mér hvorki til að túlka íslenskar forsendur fyrir kennurum, né að sýna íbúum við Kleppsveg þær niðurstöður sem út úr þessu kæmu. Ég sé það núna að það var ekkert annað en aumingjaskapur. VEGHÚS 1-3-5 Nú læt ég líta út eins og ég muni allt í einu eftir verkefni sem ég vann í hittifyrra og gæti kannski verið innlegg í umræðuna, þó svo að það félli ekki alveg undir þema blaðsins. Auðvitað var það meiningin strax í upphafi að koma þessu á framfæri, en ég reyni að gera það minna áberandi með formálanum hér að framan. Verkefnið er fjölbýlishúsalóð við Veghús 1-3-5 í Reykjavík. Byggingin er hönnuð af arkitektunum Hildigunni Haraldsdóttur og Helgu Gunnarsdóttur og samanstendur af þremur stigagöngum með 45° stefnubrot. 8 íbúðireru íhverjum stigagangi. Byggingin ásamtbygg- ingu á nágrannalóð myndar skeifu móti suðri. Opinber göngustígur skilur á milli lóðanna. Landi hallar verulega til norðurs og er 90 cm hæðarmunur milli stigaganga. Sunnan við lóðina og fjórum metrum hærra er umferðar- þung gata. Allar íbúðir hafa svalir, nema þær á neðstu hæð sem eiga skilgreinda einkalóð. Gengt er úr stigagöngum út í lóð og þar er jafnframt dyrasími. SKIPULAG LÓÐARINNAR Stefnt var að því að móta notalegt og gróðursælt umhverfi, sem nýst gæti íbúum hússins sem leiksvæði bama og samverustaður, án þess að angra þá sem á jarðhæð búa. Kostnaði skyldi haldið í lágmarki, því íbúar voru margir hverjir að kaupa sína fyrstu íbúð, voru rétt um það bil að flytja inn og því ekki mikið fé til ráðstöfunar. Miðhluti lóðarinnar er settur í láréttan flöt út frá gólfhæð miðstigahússins. Hæðarmunur niður á þennan flöt frá efsta stigagangi og upp á flötinn frá neðsta stigagangi er brúaður með tröppum. Hálfhringlaga stígur með miðju í skurðarpunkti innganganna tengir inngangana saman með þægilegum römpum fyrir hjól og kerrur og áfram út í opinbera stíginn. A milli stígs og einkalóða er gróðurpúði sem gefur íbúum jarðhæðartilskilið næði. Breidd gróður- beðsins er nægjanleg til að taka upp hæðarmun milli stígs og einkalóða og þannig er komist hjá kostnaðarsömum stoðveggjum. Amiðflötinniermalarsvæðifyrirleiktæki. Þarerennfremur lítil grasflöt. Hæðarmunur milli miðflatar og götu er tilvalin sleðabrekka. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.