AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 24
UTFLUTNINGUR A DAVÍÐ SCH. THORSTEINSSON slenskt vatn er mikil auðlind og ég er ekki í vafa um að í því gætu falist miklir framtíðar- möguleikar fyrir íslendinga. íslenskt vatn gæti vel orðið þýðingarmikil útflutningsgrein ef rétt væri á haldið. Þar erum við ekki að tala um mengandi verksmiðjur, heldur sjálfbæra, ómengandi stóriðju sem getur framleitt afurð sem er um 10 sinnum dýrari en bensín á erlendum mörkuðum. En þó að við getum öll horft á og handleikið íslenskt vatn sem nú rennnur ómengað og ónotað til sjávar þá er það hægara sagt en gert að gera sér úr því annan mat en að drekka það úr bæjarlæknum. Það sem er sennilega mesti þröskuldurinn í vegi þeirra íslendinga sem hafa annan metnað en að selja óunnið eða lítið unnið hréfni tl útlanda er óvinsamlegt umhverfi atvinnurekstrar á íslandi. Sú afstaða er land- læg að ef þú græðir, þá ert þú þjófur- ef þú tapar, þá ert þú amingi. íslendingar sem vilja hasla sér völl erlendis eru líka bundnir átthagafjötrum. Athafna- menn og fulltrúar hins opinbera eru látnir greiða him- inhá flugfargjöld sem eru svo notuð til að greiða niður fargjöld í skemmti-og innkaupaferðum. Fjármagnskostnaður okkar hefur verið miklu hærri en hjá þeim sem við okkur keppa. Til skamms tíma var víxlakostnaður meira en 30% á ár miðað vð 45 daga viðskiptavíxil. Þannig okur er óþekkt í okkar samkeppnislöndum enda geta engin iðnfyrirtæki þrifist við svona aðstæður. Það er líka sjálfsögð jafn- réttiskrafa að útlendingum séu ekki boðin betri kjör hvað viðvíkur orkuverði og skattlagningu en við innfæddir njótum í okkar eigin landi! Til viðbótar við ofangreindar aðstæður þá er íslenskur markaður það smár að við getum ekki prófað okkur áfram á heimamarkaði eins og stærri þjóðir áður en farið er að flytja út. Við þurfum því að talsverðu leyti að renna blint í sjóinn. Þó er hægt að minnka þessa áhættu með því að reyna að mynda okkur sérstöðu sem við gerðum m.a. með því að þróa sérstakar umbúðir, bæði plastdósir og plastflöskur sem hafa gert okkur kleift að bjóða fram hágæða vöru sem stenst fyllilega gæðasamanburð við það besta sem gerist i heiminum. Hvað viðvíkur útflutningi íslendinga á vatni þá er mesta hættan sú að þeir sem eru að reyna að hasla sér völl á þessu sviði erlendis selji þetta vatn of ódýrt. Það skiptir verulegu máli að þetta vatn sé alltaf selt mun dýrara en sambærilegar erlendar vörur sem eru úr menguðu vatni sem stundum hefur farið 15-20 sinnum í gegnum ólíka meltingarvegi! í Banda- ríkjunum selst hver vatnsdós á um 1 dollar eða á um 10 sinnum meira en sama magn af bensíni. Við höfum líka alltof mikla tilhneigingu til þess að krefjast of skjóts árangurs og gerum okkur engan veginn grein fyrir þeim tíma og þeirri þrautseigju sem þarf til þess að vinna markað fyrir svona vöru erlend- is. Hér þýðir ekkert bráðlæti. íslenskt vatn er mjög gott og ómengað og það þarf líka að njóta þeirrar ímyndar að það sé heimsins besta vatn! Við höfum lagt áherslu á að selja þetta vatn fyrst um sinn aðallega til betri hótela, veitingastaða, heilsubúða og annars staðar þar sem menn eru tilbúnir til þess að borga hátt verð fyrir þetta góða vatn. íslenskt bergvatn h.f. hefur lagt gífurlega fjármuni í að undir- búa útflutning á þessu vatni og það er ekki raunhæft að gera þá kröfu að allur þessi undirbúningur skili sér á nokkrum árum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskt, heilnæmt vatn sé ein mikilvægasta auðlind íslendinga. í öllum aðliggj- andi löndum sjáum við vaxandi mengun, rányrkju og skort á hreinu vatni, sem er grundvallar lífsnauð- syn hvers einasta manns. Þrátt fyrir átak víða um heim til þess að sporna við þessari þróun mun líða langur tími þangað til vatnskerfi jarðarinnar kemst í samt lag aftur, ef það gerir það þá nokkurn tíma. í íslensku grunnvatni og jöklum eigum við forðabúr af tæru og ómenguðu vatni og í því liggja framtíðarmöguleikar okkar á þessu sviði. Alltof margir íslendingar geta samt ekki losnað við þá hlekki hugarfarsins að við eigum fyrst og fremst möguleika sem hráefnisframleiðsluland. Ég hef lengi verið á annarri skoðun. Við eigum að byggja hér upp hátækniiðnað og nýta þekkingu íslendinga, innlent hráefni og orkuna til þess að búa hér til neytenda- vörur í hæsta gæðaflokki. Auðvitað eigum við sjálf að tappa okkar vatni á flöskur eða dósir. Það væri glæpsamleg sóun á dýrmætri auðlind að flytja þetta vatn í tankskipum til áfyllingar erlendis auk þess sem það skilar ekki nema broti af því til þjóðarbúsins sem verið gæti. ■ 22 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.