AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 50
nýr og hentugri byggingarmáti tók við. Það var hending ein að fyrsti íslenski verkfræðingurinn kom til starfa sama árið og fyrsta steinsteypuhúsið var byggt, 1895. Sá merki læknir Guðmundur Hannes- son lýsir þeirri byggingu svo að þar hafi steinsteypa nánastveriðfundin upp á íslandi. Sveinatunguhúsið og Safnahúsið á Görðum á Akranesi eru efalítið fyrstu húsin sem hér eru byggð úr steinsteypu, en vitneskja um steinsteypu mun hafa verið til í landinu fyrir. Hér má til sögu nefna íbúðarhúsið á Görðum við Skerja- fjörð. Húsið var hlaðið úr forsteyptum steinum árið 1882/1883. Það er nú friðlýst. Allmikil gróska er í þjóðfélaginu upp úr aldamótum. Við fáum heimastjórn og atvinnuvegirnir taka að vélvæðast. Samt verður bið á því að steyputækni ryðji sér til rúms. Sumpart stafar þetta af þvt að annað efni ryður sér þá til rúms, þ.e. bárujárnið. Um aldamót mun hafa verið samþykkt í bæjarstjórn að timburhús skuli vera járnslegin til brunavarna. Við þetta hefir skapast hinn skemmtilegi stíll í húsagerð sem frændur okkar hafa nefnt svo skemmtilega „Islandsk bölgeblik arkitektur“. Mjög gott dæmi um þennan stíl er fallega húsaröðin við Tjarnargötu, en flest húsanna þar voru byggð 1904 til 1908. Það er fyrst í lok fyrsta áratugar 20. aldar að stein- steyputækni fer að ryðja sér til rúms í byggingar- starfseminni. Þá eru komnir fram á starfsvettvang sérfræðingar, sem höfðu afgerandi áhrif á byggingar- tæknina. Sérfræðingar þessir, einkum fyrstu verk- fræðingarnir, komu á þessum tíma frá námi með nokkra vitneskju um þróun sements og blöndun og meðferð steinsteypu erlendis. Fremstan þeirra ber að nefna Hafnfirðinginn Knud Zimsen verkfr., síðar borgarstjóra í Reykjavík, sem á fyrsta áratug aldar- innar stóð að margvíslegum nýjungum sem til fram- fara horfðu. Má þar tilnefna framleiðslu á mulningi, innflutning á sementi og margvíslegar byggingar- framkvæmdir úr steinsteypu, svo sem Klæðaverk- smiðjuna Iðunni, sem hann stofnaði, eigið íbúðarhús, Gimli, og Ingólfshvol, og alls staðar voru nýjungar á ferð. Vissulega má draga fram nöfn fleiri braútryðjenda, svo sem Rögnvalds Ólafssonar vegna hönnunar á Vífilsstaðahæli, Steingríms Guðmundssonar, afa Steingríms Hermannssonar vegna byggingar Kvennaskólans og brátt fór nöfn Jóns Þorlákssonar verkfr. og Guðjóns Samúelssonar húsasmíða- meistara að bera hátt í byggingarsögunni. Stein- steypusagan verður líka samfelld upp frá þessu, hið byggða umhverfi verður varanlegt og steinsteypan ríkjandi. Þróun efnisfræðinnar var þó hægfara. Ástæða er til þess að vekja athygli á því hversu vel byggingariðnaðurinn tók við stein- steypunni. Segja má að flestallar meiriháttar byggingar sem reistar hafa verið eftir 1910 séu úr steypu. Hið byggða umhverfi okkar tekur líka strax svip af efninu og 1932 getur Jón Þorláksson þess að hvergi muni vera meira af steinsteyptum húsum tiltölu- lega en í Reykjavík. Eðlilega var steypa í upphafi fyrst og fremst notuð til húsbygginga. Fyrsta verksmiðjubyggingin, klæðaverk- smiðjan Iðunn, var reist 1903, en hún brann 1906 og þá endurbyggð úr steypu. Strax var líka farið að nota steinsteypu í sambandi við sam- göngubætur, í undirstöður undir brúarstöpla, í bogabrýr, í vita og t hafnargarða. Steinsteypa opnaði í raun möguleika okkar til virkjunar á vatnsorku. Fyrsta umtalsverða sttflu- gerðin var í Elliðaánum á fyrstu full- MYND I. Burðarþol steypu lækkar í beinu hlutalli við loftblendi- magnið, og er lækkunin lítið háð því, hvaða v/s-tala er notuð. Sé þess gætt að halda óbreyttu sementsmagni í steypunni, verður lækkunin á burðarþoli li'til í mögrum steypum. Loftblendi (%) 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.