AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 13
NYTJAVATNSAUÐ LINDIN Hvers viröi er vatniö? FREYSTEINN SIGURÐSSON JARÐFRÆÐINGUR Vatn er lífsnauðsyn. Allar lífverur þurfa vatn til að lifa og dafna og hinn siðmenntaði og tæknivæddi maður notar mikið vatn til lífsþæginda sinna og atvinnurekstrar. Talið er, að í Norðvestur-Evróþu séu heimilisnot á vatni nærri 300 lítrum á dag og mann. Þar er að vísu talinn með ýmis atvinnurekstur. Við ýmiss konar iðnað er notað mjög mikið vatn, ekki síst við matvælaiðnað, sem er enn þá helsta auðsupþspretta íslenska þjóðarbúsins. Vatnsnotkun á nef hvert er því mjög mikil í sumum sjávarplássum hérlendis, þar sem fisk- iðja er umfangsmikil. Talið er, að aflað sé 2.500 - 3.000 l/s („sekúndulítra") að meðaltali af nytjavatni á íslandi. Vandkvæði eru mikil á öflun góðs neysluvatns í iðnaðarlöndunum við Norður-Atlantshaf, auk þess sem vatnsskortur er landlægur í sumum olíuríkjum Austurlanda. Því hefur í seinni tíð komist á legg nokkur útflutningur á neysluvatni í neytendaumbúð- um og áætlanir eru um aukningu.Vatnsöflun er mjög ódýr á íslandi miðað við önnur lönd í Evrópu og í Norður-Ameríku. Veldur þar mestu, að landið er strjálbýlt, úrkoma er mikil og jarðlög lek, svo að mikið og hreint grunnvatn er víða á ferðinni neðanjarðar. Miðað við veltu Vatnsveitu Reykjavíkur hefur verið talið, að 1 m3 - einn rúmmetri eða 1.000 lítrar - kosti þar um 15 krónur. Þetta er ekki nákvæm tala og vatns- öflun er víða á landinu dýrari, en Vatnsveitan er gamalgróið og vel rekið fyrirtæki. Því má reikna með, að rúmmetri gæti kostað a.m.k. nærri 20 krónum miðað við landið allt. Úr krana í Kaupmannahöfn kvað 1 m3 kosta um 250 íslenskar krónur, eða um tífalt meira en hérlendis. Vatnsöflunin í iðnaðarlöndunum er þannig að stærðargráðu til um tífalt dýrari en hér. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um verð á útflutnings- vatni, en oft er talað um nokkur bandarísk „cent“ eða upþ í nokkra tugi „centa“ á lítrann, eða að stærð til 2 - 20 krónur. Rúmmetrinn gæti þá kostað a.m.k. tífalt meira en kranavatnið í Kaupmannahöfn og hundrað- falt meira en kranavatnið í Reykjavík, jafnvel þúsund sinnum meira. Verðmæti nytjavatnsauðlindarinnar verður að skoða í Ijósi þessa verðlags. HVERSU MIKIÐ ER VATNIÐ? Talið hefur verið, að nærri 5.000 m3/ s - fimm milljónir sekúndulítra - af vatni renni af landinu að meðaltali. Nærri þriðjungur þessa vatns er jökulvatn, kol- gruggugt og óhæft til neyslu. Mikill hluti af afgang- inum er dragárvatn, gruggugt í flóðum og oþið fyrir hvers konar mengun og lífríki. Yfirborðsvatn á íslandi er að öðru jöfnu ekki hentugt neysluvatn og oftar en hitt óhæft til neyslu, nema þá með mikilli og dýrri hreinsun. Því er fyrst og fremst litið til grunnvatnsins sem uppsprettu neysluvatns og raunar til flestrar annarrar vandaðri vatnsnýtingar. Þar er heldur ekki komið að tómum kofunum hér á landi. Metið hefur verið, að a.m.k. 1.000 m3/ s spretti upp í lindum og lindasvæðum. Af því koma um 400 m3/ s upp í byggð á landinu. Gjöfulasta lindavatnssvæðið er við Þing- vallavatn, en í það renna um 80 m3/ s, ef varlega er metið. Víðar eru mikil lindavötn: í Grímsnesi, Laugar- dal og Biskupstungum um 50 m3/ s, í Landssveit og Rangárvöllum um eða yfir 20 m3/ s, undan hraunum í Meðallandi og Landbroti um 40 m3/ s, í Mývatnssveit um eða yfir 30 m3/s, í Kelduhverfi og Öxarfirði um eða yfir 30 m3/s, undan Hallmundarhrauni og Geit- landshrauni um 30 m3/ s. Mikið grunnvatn rennur sums staðar beint í sjó, þar sem hriplek hraun ganga 10 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.