AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 101

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 101
Fyrrverandi A.-Þýskaland kallar einnig á arkitekta (störf auglýst í „Bauwelt" eru mörg í Berlín). Gömul vinkona mín, sem bjó í Monschau í Nord-Eifel, fékk herragarö sinn í Thuringen (fyrri A.-Þýskaland) til baka, en hún er ættuð þaðan. Herragarðurinn er því miður í rústum, en nágrannaríkið Bayern gaf fjármagn til að mæla herragarðinn upp og styrkja hann (herra- garðurinn heyrir nefnilega undir þjóðminjar). Áætlað er að nota herragarðinn og garðyrkjubú tengt honum sem verndaðan vinnustað fyrir andlega þroskaheft fólk, en þar eins og oft vantar fjármagn og starfs- krafta til að framkvæma.Teiknistofa „dt8“ tók þátt í mörgum samkeppnum, en ég hef oftast aðstoðað í sérgrein minni: perspektíf. Vegna tímaskorts eru í Þýskalandi eins og annars staðar mörg mannvirki mótuð beint inní perspektífmynd. Þá reynir á þekk- ingu byggingalistar tilheyrandi svæðis. í Köln tel ég allsráðandi stíl, sem heitir „Rínarexpressionismus", svolítið þungur, en eðlilegur. Mér leið eins og að læra stafróf, staf eftir staf, deili byggingalistar eftir deili, til að geta mótað umhverfi nattúrlegt fyrir ákveðna borg eða landshluta. Mikið hjálpuðu mér fyrirlestrar á „Fachhochschule", deild fyrir arkitektúr. Háskóli þessi er líflegur staður fyrir umræður um byggingalist, maður kynntist dekonstruktivismus, rínarexpres- sionismus t.d. frá teiknistofu feðganna Link, Foster og vinnu hans frá London til Hong Kong. Rauður þráður í gegnum starf mitt hjá dt8 var hönnun á 96 félagslegum íbúðum í Hannover. Byggingalóð heitir „Der Grosse Kamp“, en stundum var verkefnið kallað á teiknistofunni „Der Grosse Kampf“. Hannover er nefnilega í ríkinu Niedersachsen, en Köln í Nord- rhein-Westfalen og má segja, að heimamönnum reyndist stundum líka mismunur á byggingalöggjöf þessara tveggja ríkja erfiður. Við teikningu útfærslu- teikninga veltir maður fyrir sér, hvernig íslendingum gæti gengið að leysa slíkt verkefni. Þjóðverjar hafa óneitanlega mikla reynslu af að byggja úr múr- steinum, en steinsteypa virðist þeim oft erfið. Talandi dæmi var verkfræðingur, sem var með hönnun burð- arþols á þeim húsum sem voru í mínum verkahring. Á meðan hann rólega hengdi stóra hluti af húsum á cm kalksteinsveggi, neitaði hann að teikna steinsteypu mjórri en 20 cm. - Við eftirlit á húsum, sem voru hönnuð á teiknistofunni fyrir mína tíð og voru í byggingu, þurfti alloft að múrhúða eða kústa yfir steinsteypu, sem var fyrirskipuð sem sjónsteypa. - Á fallegu húsi, að mestu úr gleri, var fyrirskipaður Nordrhein-Westfalen. Kirkja í Wildbergerhutte, ark. Heinz Bienefeld. láréttur listi í mót sem skipting milli sökkla og hæðar. Listinn var eins og löng bylgja, en bersýnilega ekki nógu slæmur, því að hann var látinn standa. - Við umræður á teiknistofunni var fúslega viðurkennt, að steinsteypa í Þýskalandi væri ekki góð, en reyndar var sagt, að strax í Sviss eða Ítalíu væri hún mun betri. Að vinnudegi loknum og um helgar bauð Köln upp á óteljandi menningaratburði. Andspænis bústað mínum var „Stadtmuseum", I 300 m fjarlægð Röm- isch-Germanisches Museum. ( nánasta nágrenni voru 64 gallerí. Klassísk tónlist, ópera, jazzkjallarar, leikhús, mikið um að velja. Innflytjendur komu með matarlist sína, veitingahús alls konar þjóða voru alls staðar. Fyrir framan Dómkirkju sýndi fólk pólítískar skoðanir sínar eins og kúnstir á hjólum. Köln er svo sannarlega með skemmtilegri borgum Evrópu. ■ 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.