AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 89
MIDTERMOLEN. - götumynd.
Af þessum þremur stöðum er Midtermolen kominn
lengst, en gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum
þar Ijúki seinna á þessu ári. Arkitektinn að þessum
byggingum, Palle Leif Hansen, valdi þá leið að
byggja þarna allt frá grunni og nota ekki þær
byggingar sem voru fyrir. Þetta gerir það að verkum
að hægt hefur verið að byggja mjög heildstætt og
tæknilega fullkomið umhverfi sem að öllum líkindum
mun henta fyrirhugaðri starfsemi mjög vel.
Fyrir þessum framkvæmdum stendur verktaka-
fyrirtækið C.G.Jensen A/S. Þetta fyrirtæki hóf starf-
semi árið 1931 en það er núna hluti af „Skanskakon-
cernen“ en það fyrirtæki er eitt stærsta verktaka-
fyrirtæki í Evrópu með verkefni í fleiri en 30 löndum.
(Þetta fyrirtæki hefur meðal annars tekið þátt í gerð
jarðganganna við Breiðadal/Botnsheiði í samvinnu
við ístak og norska fyrirtækið „Selmer Anlegg").
Öllum framkvæmdum við svæðið verður lokið á 2
1/2 ári. Aðferðina sem notuð er við skipulag fram-
kvæmdanna kalla þeir 3T (Total Tids Tænkning) og
hefur hún gefist vel við skipulag álíka framkvæmda.
Við þessar framkvæmdir vinna stöðugt um 250
manns.
í heild verður reist á þessu svæði blönduð byggð
með skrifstofuhúsnæði, íbúðum og veitingahúsum,
samtals um 51,000 m2 að stærð. Hluti af þessu eru 8
íbúðarblokkir, samtals 14,300 m2 að flatarmáli. Á
jarðhæð eru 170 bifreiðastæði fyrir gesti og 370 stæði
í kjallara fyrir íbúa og starfsfólk. Mjög miklar kröfur
um gæði eru gerðar í öllum þessum byggingum.
Hvarvetna eru notuð bestu fáanleg efni og mikil
áhersla er lögð á allt handverk. Þarna er umfram allt
reynt að mynda gott og þægilegt vinnuumhverfi fyrir
fólk. Á þrjá vegu við þessa byggð geta menn svo
lagt snekkjum sínum eða skroppið í siglingu til þess
að lyfta andanum.
MIDTERMOLEN liggur í hjarta Kaupmannahafnar og í
góðum tengslum við aðliggjandi samgöngukerfi og
þéttbýli.
Hægt er að kaupa þarna skrifstofuhúsnæði eða
leigja, en ársleiga á m2 er um 16,000 ísl.kr. Þótt mikið
sé til af skrifstofuhúsnæði í Kaupmannahöfn eru
byggjendur langt frá því að vera svartsýnir og telja
að mikið vanti ennþá af mjög góðu skrifstofu- og
íbúðarhúsnæði sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur
og getur auðveldlega tekið þeimbreytingum sem ný
tækni mun hafa í för með sér á næstu árum og ára-
tugum.
Við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn svipar aðstæðum að
87