AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 70
3. Venja nemendur við að neyta garðjurta og viður- kenna ágæti þeirra til fæðubóta og heilbrigði." þrír skipulagsuppdrættir hafa verið gerðir af garð- inum. Fyrst skal nefna uppdrátt sr. Sigtryggs sjálfs og hefur hann trúlega verið gerður áður eða við upphaf framkvæmda og lýsir hann hve vel hefur verið staðið að undirbúningi framkvæmda. Árið 1936 teiknaði Ragnar Ásgeirsson ráðunautur uppdrátt að Skrúð eftir uppdrætti sr. Sigtryggs. Talið er að hann hafi gert það að ósk bróður síns Ásgeirs Ásgeirs- sonar (síðar forseta) sem lét uppdráttinn fylgja sem stuðningsblað við umsókn til fjárveitinganefndar Alþingis um styrk til handa Skrúð. Árið 1992 var garð- urinn mældur upp af Garðyrkjuskóla ríkisins og Félagi íslenskra landslagsarkitekta og í framhaldi af þeirri mælingu var gerður uppdráttur er sýnir ástand og stöðu garðsins í dag. SKIPAN GARÐSINS Garðurinn er um 70 m langur og 35 m breiður og því rúmlega kvarthektari að stærð. Ef nefna ætti einhvern eiginlegan garðstíl eða stíleinkenni á Skrúð, má sjá áhrif frá hlaðstíl (barokk) þar sem miðjuás liggur í gegnum garðinn og myndar ákveðin og jöfn hlutföll í garðinum. Ennfremur má sjá áhrif frá endurreisnar- tíma (renessanse) í norðurhluta garðsins þar sem garðurinn tengist Núpsfjalli. Með mismunandi mörg- um hæðarstöllum var garðurinn tengdur fjallshlíðinni (sjá sneiðmynd) sem aftur gaf möguleika á rennandi vatni eins og raun varð á. Innan við hlaðna garðinn voru gróðursett reyniviðartré í raðir. Þau veittu skjól innan garðsins og undirstrikuðu afmörkun hans, auk þess að gefa garðinum innra rými mót ella opnu landi. Garðinum var síðan skipað niður í misjafnlega stór svæði og voru þau m.a. notuð undir ýmsar til- raunir í garðyrkju. Norðurhluti garðsins er einna stórbrotnastur út frá fagurfræði garðlistar, en þar voru hlaðnir grjótveggir, stallar, gosbrunnur og vatnsþró sem með sírennsli myndaði fossnið inn í garðinn. Gosbrunnurinn mun hafa gefið allt að 7 m háa vatns- bunu. Auk alls annars hefur þetta gefið áhrifamkila garðmynd því þar er „locus amoenus“ eins og róm- verjar kölluðu „hinn yndislega stað“. ÁGRIP AF BYGGINGARSÖGU GARÐSINS 1906 var hafist handa við að hlaða grjótgarð að austanverðum og efsta hluta garðs niður að hliði. Þetta var tvöfaldur veggur, grjóthleðsla í ytra byrði en grasi gróin snidduhleðsla inn mót garðinum. 1907 var lokið við að hlaða sambærilegan vegg að vestanverðu að fyrirhuguðu aðalhliði. Þessi hlaðna umgjörð utan um efsta hlutann telst því til fyrsta áfanga garðsins. Áfram var haldið að hlaða langhliðar garðsins og 1909 var lokið við að hlaða niður undir núverandi gróðurhús. Sama ár var aðalhlið reist og garðurinn vígður við það tækifæri. Samhliða þessum framkvæmdum var unnið við að brjóta jarðveg innan girðingar og var grjótið sumsstaðar það stórt að 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.