AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Qupperneq 38
FRAMKVÆMD ákvœða
mengunarvarnarreglugerðar
nr. 48/1994 um hreinsun skólps
DR. GUNNAR STEINN JÓNSSON
HOLLUSTUVERND RÍKISINS
Inýrri mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 eru
nokkur ný ákvæði um fráveitur, m. a. um
hreinsun skólps. Þetta er í samræmi við tilskipun
EB um skólphreinsun /4/, sem er hluti af EES-
samningnum. Stefna EB á umhverfissviðinu er að
beitt skuli fyrirbyggjandi aðgerðum við upptök
mengunar, að beitt sé bestu tækni sem völ er á (BAT),
og að sá sem mengun veldur greiði kostnaðinn af
varnaraðgerðum.
Reglurnar tiltaka lágmarkskröfur vegna skólpleiðslna,
safnræsa og hreinsivirkja. Setja skal ákvæði um frá-
gang fráveituvatns frá iðnfyrirtækjum. Einnig eru
kröfur um eftirlit og um meðferð seyru. í reglugerðinni
er tiltekið hvenær framkvæmdum skuli lokið til að
uppfylla þessar kröfur.
KRÖFUR UM HREINSUN SKÓLPS FRÁ ÞÉTTBÝLI
Hreinsikröfur eru miðaðar við hversu viðkvæmur
viðtakinn er. Sérstök ákvæði gilda fyrir síður viðkvæm
svæði og önnur fyrir viðkvæm svæði. Almennri
flokkun í viðkvæm og síður viðkvæm svæði skal vera
lokið fyrir 1. júlí 1994.
Almenna krafan, sem gildir ef viðtaki fellur ekki undir
skilgreiningar um síður viðkvæma eða viðkvæma
viðtaka, er að allt skólp skuli hreinsað með tveggja
þrepa hreinsun eða sambærilegri hreinsun. Tveggja
þrepa hreinsun felur venjulega í sér forhreinsun, líf-
fræðilega hreinsun og eftirfellingu. Forhreinsun með
botnfellingu þar sem við tekur sandsía er skilgreind
semtveggja þrepa. Frekari hreinsun skal beita þegar
skólpi er veitt í viðkvæm svæði. Fer það eftir atvikum
hvað hreinsa þurfi frekar úr skólpinu.
Skylt er að beita a. m. k. eins þreps hreinsun þegar
skólpi er veitt í síður viðkvæma viðtaka. Eins þreps
hreinsun felur í sér aflfræðilegar og/eða efnafræði-
legar aðferðir til að fjarlægja lífrænar agnir og svif-
agnir úr skólpi, t. d. setþró og rotþró.
KRÖFUR TIL ATVINNUREKSTRAR
Sérstök ákvæði eiga við atvinnurekstur sem losar
skólp í safnræsi. Ákvæði þessi skulu vernda heilsu
starfsfólks sem vinnur við fráveitur, vernda búnað og
starfsemi fráveitunnar og varna því að viðtaki spillist.
Einnig er krafist sérstakra ákvæða um hreinsibúnað
í starfsleyfi atvinnurekstrar (m. a. fiskvinnslu) sem
losar meira en 4.000 p.e. af skólpi, sem ekki er leitt í
fráveitu fyrir þéttbýli og flytur efni sem eyðist auð-
veldlega í náttúrunni (lífrænan úrgang).
ísland er aðili að EES - samningnum og Óslóar- og
Parísarsáttmálanum, en þar eru samþykktir um að
draga úr losun tiltekinna hættulegra efna. Á grund-
velli EES - samningsins /5/ eru ákvæði í mengunar-
varnareglugerð um að losun tiltekinna hættulegra
efna sé bönnuð nema í samræmi við ákvæði reglu-
gerðarinnar og starfsleyfa. Einnig er kveðið á um að
draga skuli úr losun annarra tiltekinna efna. Þessum
ákvæðum verður ekki framfylgt með kröfum til frá-
veitukerfa sveitarfélaganna. Ákvæðunum verður fyrst
og fremst unnt að framfylgja með hertum kröfum til
starfsleyfisskylds atvinnurekstrar og leiðbeiningum
til atvinnurekstrar sem ekki er starfsleyfisskyldur.
Einnig með fræðslu til almennings. Vegna takmark-
ana á innflutningi og dreifingu eiturefna er vísað til
eiturefnalöggjafar.
RANNSÓKNIR
Gert er ráð fyrir að flest sveitarfélög við sjávarsíðuna
geti nýtt sér ákvæðin fyrir síður viðkvæm svæði
þannig að eins þreps hreinsun sé fullnægjandi. Eins
þreps hreinsun yrði í flestum tilvikum síubúnaður, sbr.
fyrirætlanir Reykjavíkurborgar eða botnfelliþró. Sjór
eða hafsvæði getur talist síður viðkvæmt, ef losun
skólps hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið vegna
formfræðilegra, vatnafræðilegra eða annarra sér-
stakra aðstæðna í vatninu. Sérstaklega er tekið fram
að þetta eigi við um opna flóa, ármynni og annan
36