AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 51
veldisárunum (1920-21), og orkustöðin fullnægði
með stækkunum orkunotkun höfuðstaðarins í 16 ár.
Ljósafossvirkjun kom í gagnið 1937 og Laxárvirkjun
11939. Síðan hefir undirbúningur og framvinda í virkj-
unarmálum verið nokkurn veginn órofin. Virkjana-
framkvæmdir eru jafnan byggðar á traustum vísinda-
legum grundvelli. Undirbúningur og öll vinna við
steypu mannvirkjanna hafa því verið sérlega vönduð.
Þessu hafa fylgt miklar rannsóknir á steypu og af
þeim leitt efnisþróun, t.d. í sambandi við varnir gegn
alkalívirkni.
Sumarið 1937 var steyptur fyrsti vegarkaflinn hér á
landi á Suðurlandsbraut. Vegurinn var 6 m breiður
og spottinn alls 350 m langur, steyptur í 12,5 sm
þykkum flekum, 3x12 m stórum með „vibróbjálka-
aðferð“.
Það voru miklar vonir tengdar þessu framtaki sem
Gústaf E. Pálsson lýsti í TVFÍ - grein. Þegar til upp-
gjörs kom var Ijóst að byggingarmátinn var of dýr,
og það sem verra var vegurinn slitnaði fljótt undan
umferðinni, þóttekki væri hún mikil. Steypuskemmdir
voru reyndar líka áberandi í öðrum mannvirkjum.
Aðrar vegsteyputilraunir voru ekki gerðar fyrr en 20
árum síðar.
Það voru því eðlilega mikil undur fyrir greinarhöfund
að ferðast yfir hálf Bandaríkin í jan. 1942 og vera
ávallt á steinsteyptum vegum sem voru eins og
nýlagðir. Það jók einnig á aðdáun hans á þess tíma
tækni að komast í náin kynni við rannsóknastofnun
sementsframleiðendanna þar í landi (Portland
Cement Association).
Það var bjart framundan, þrátt fyrir stríð
1944. Lýðveldi var stofnsett. Verkfræðing-
um var Ijóst að innan tíðar yrðu þeir að fást
við úrlausn margvíslegra stórra verkefna á
sviði virkjana og tæknivæðingar. Um
haustið rita tveir þeirra greinar í TVFÍ um
þörfina fyrir rannsóknastofnun. Annar, Jón
Gunnarsson, verkfr. frá MIT, þekkti gróskuna
í byggingarstarfsemi í Bandaríkjunum sem
byggðist á öflugri framvindu í byggingar-
rannsóknum þar. Hann fjallaði um rann-
sóknir á byggingarefnum og verklegar
framkvæmdir. Hinn, Gústaf E. Pálsson,
verkfr. frá T.H. Dresden, skrifaði um ástand
vega og gatna. Báðir röktu þörfina fyrir
byggingarrannsóknir hér.
Formlega voru byggingarrannsóknir teknar
upp 1946 við Atvinnudeild Háskólans. í hlut
greinarhöfundar kom að stýra þeirri starfsemi frá
1948-1985, aðvísufyrstíhlutastarfi. Aðbúnaðurvar
frumbýlingslegur í upphafi og fjárráð aðeins til launa-
greiðslna, en við það voru fjárveitingar til starf-
seminnar jafnan miðaðar. Rannsóknirnar voru aðal-
lega efnisprófanir og meira á sviði vegagerðar en
steinsteypu. Samt urðu þær til þess að draga fram í
dagsljósið að efni úr grjótnámi í Ártúnshöfða hentaði
hvorki í steypu né til vegagerðar. Steypuskemmdir,
einkum frostskemmdir, voru mjög tíðar, og eins var
um malbiksskemmdir. Til þess að leita orsakanna
var nauðsynlegt að hefja markvissar rannsóknir enda
framundan stórátak við virkjun Neðri-Fossa í Sogi,
og því var það kostur að hafa rannsóknastofu þótt
aum væri og illa búin. Þessi miklu framkvæmdaáform
voru um leið hvatning til áhrifaaðila að búa betur að
rannsóknavísindum. Því var þá komið til leiðar að
Marshall-aðstoð fékkst til þess annars vegar að
kaupa vandaðan búnað fyrir stofuna, 601 Universal
pressu og 150 t þrýstiþolspressu, hins vegar til að
greiða fyrir för sérfræðings til heimsókna á fjölmargar
rannsóknastöðvar í Bandaríkjunum. Hvortveggja
aðstoðin hafði grundvallarþýðingu fyrir byggingar-
rannsóknir hér á landi. Árangur ferðarinnar, sem farin
var af greinarhöfundi, var margvíslegur, persónuleg
tengsl við rannsóknaaðila og stofnanir, kynni við
prófanir á alkalívirkni, nýjar aðferðir við prófanir og
hönnun á malbiki o.fl. o.fl.
Skortur á efnisþekkingu og framleiðsluvöndun var
Mynd II. Veðrunarþol steypu eykst við notkun loftblendis. Myndin
sýnir, að 4-5% af loftblendi er nóg til þess að verja steypuna
Molna
49