AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Page 47
um bókTrausta Valssonar
LAND SEM AUÐLIND
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON VERKFRÆÐINGUR
Ahaustmánuöum kom út eftir Trausta
Valsson, arkitekt og skipulagsfræöing,
ritverkiö Land sem auðlind. Eiginlega
er rit þetta ráðstefnurit frá fundi á Þing-
völlum, sem haldinn var hinn 11. september á síðasta
ári, og fjallaði um skipulags- og byggðamál Suðvest-
urlands. Á ráðstefnunni voru haldin fjölmörg erindi
um byggðamál þessa landshluta, enda stóðu fjögur
landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu að ráð-
stefnunni. Erindi Trausta og rit hans voru þó í brenni-
depli og hafði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, eins
konar formála á fundinum, eins og reyndar í ritinu
sjálfu. Hér á eftir verður reynt lítillega að skýra frá
efni ritsins þó allmikið vandaverk sé.
HVERS KONAR BÓK?
Ef setja ætti einhvern stimpil á ritið Landsem auðlind,
þ.e. hvers konar bók þetta er, þá vefst manni tunga
um tönn. Ekki er hægt að kalla þetta sagnfræðirit,
ekki er þetta skipulagsgreinargerð og ekki er þetta
beinlínis vísindaleg úttekt á skipulagsmálum þessa
landsvæðis. Þetta er einna næst því að vera rit til að
vekja umræður, eins konar „debatt-rit“. Slíkar bækur
eru sjaldséðar hér á landi, a.m.k. á íslensku um
íslensk málefni. Nokkrir hafa samt ritað þannig
bækur, en því miður hefur verið nokkur skortur á að
umræður hafi vaknað í kjölfarið og varla þekkist nú á
tímum að menn taki upp á því að rita annað rit á móti
og efna þannig til skemmtilegra umræðna eða jafnvel
deilna um einhver mál. Það virðist eins og enginn
nenni að skrifa um grundvallarmál þannig að taka
megi afstöðu að lestri loknum og síðan efnatil skoð-
anaskipta á opinberum vettvangi. Mál eins og t.d.
einkavæðing opinberra fyrirtækja virðast hafa lent í
því, að þeir sem láta í sér heyra láta sér nægja að
fjalla um málefnin eins og smáatriðin séu aðalatriði
og án allrar yfirsýnar.
EFNI BÓKARINNAR
Land sem auðlind skiptist í 12 nokkurn veginn jafn-
stóra kafla. Fyrstu fimm kaflarnir taka fyrir sögulega
þróun byggðar á íslandi allt frá landnámi til okkar
daga. Þar er þó að finna ýmislegt sem vísar til sam-
tímans og einnig er gerð tilraun til að skýra eðli stjórn-
skipunar fyrr á öldum og myndunar hennar með geo-
metrískum hliðstæðum, kristallamynstri. Þessi aðferð
við að skoða og greina landsvæði hér á landi er ný,
en fyrst var henni beitt í Suður Þýskalandi fyrir u.þ.b.
60 árum. Hér má líta á að fyrstu skrefin í beitingu
aðferðarinnar séu stigin en langt frá því, að nokkur
endanleg úttekt eða niðurstaða sé fengin.
Næstu fjórir kaflarnir taka fyrir núverandi ástand og
„Akraborg
i.Suöurbyggö
Þrjú meginrými á SV-landi mynda
byggðaþríhyrning, og í miðjunni er
höfuðborgarsvæðið. Eftir helstu
vegabætur er aðeins um 55 km vega-
lengd til fjarlægari staða í þessari
nýju dreifbýlisborg.
Byggðaþríhyrningur SV-lands fellur
vel að kristallamynstrinu.
45