AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 93
mynd 3 anddyri
Þegar endunýjuð eru efnin á gólfum íbúðarinnar
hlýtur það að gerast undir áhrifum af aðkomunni. Gólf
íbúða áður fyrr voru undantekningarlítið með brúnum
linoleumdúk. í millitíðinni voru næstum öll slík gólf
endurnýjuð með teppum. Nú varð spurningin því
hvað skyldi koma í staðinn fyrir teppin, þau voru slitin
og full af ryki. í anddyri koma menn á útiskónum.fara
á sokkana eða í inniskóna. Þarna er erfitt að verjast
bleytu og óhreinindum. Hörð efni sem skila bleytu
og óhreinindum beint í sokka eða inniskó eru því
óheppileg. Fyrir valinu varð flísamotta út í horn sem
fullnægir öllum kröfum sem gera þarf til efnis í
anddyri. Hún er laus á gólfinu og má setja í þvott
eða hreinsun þegar þörf krefur. Kostur er að geta
víxlað flísum þegar þær slitna mishratt.
mynd 4 borðstofa
í borðstofu krefjumst við oft hreinlætis og hlýleika.
Nokkur efni koma til greina, s.s. gólfdúkur, korkur,
jafnvel leirflísar eða parket. Þarketið varð fyrir valinu.
Þar með var ákveðið hvað kæmi á eldhúsgólfið og
svefnherbergin. Siður er að leggja parket þannig að
endinn snúi að glugga. Þá ber minna á ójöfnum milli
borða. Ef hornrétt samhengi eru farin að virka mjög
ströng í íbúðum eða gangar langir og þrúgandi er
hægt að hafa upplífgandi áhrif á það með því að
leggja parket á ská.
mynd 5 stofa
Stofan tengist borðstofunni. Það er ekki sjálfgefið
að hafa sama efni þar. Stofu viljum við gjarnan lyfta
upp úr hversdagsleikanum, það gólf þarf ekki að vera
strangpraktískt. í þessu tilfelli verður nærtækt að
grípa til marmara þar sem tónninn var gefinn í stig-
anum. Á marmara verðum við að leggja eitthvað af
mottum, hann er kalt efni.
mynd 6 baðherbergi
Baðherbergið er á þeim stað í húsinu sem það var
upphaflega, það var innangengt í það úr litlu svefn-
herbergi. Þá var gólfið lagt svörtum og hvítum flísum
og á veggjunum voru þær upp í axlarhæð með
skrautbekk efst. í millitíðinni var þetta húsnæði starf-
rækt um langan tíma sem skrifstofa og þegar ég tók
við því til að starfrækja þar vinnustofu, henti mig sú
svívirða að Ijúka við að hreinsa út baðherbergið með
öllu sem því tilheyrði. Nú er þetta bað komið í nýjan
búning. Flísarnar fundust ekki aftur en marmarinn
fer því vel. Marmarinn er þó fótkaldur og mottan því
ómissandi. Sú á myndinni er af tíbetskum uppruna.
91
ÉÉt.1