AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 58
sínu I eiginlegum og menningarlegum skilningi. Byggir hann þar á þjóðtrúnni um álfaborgir sem mátti jafnvel heyra innan úr fagran söng og tóna. Hug- myndin um álfaborgina er ekki ný í byggingarsögu þjóðarinnar en höfundur nálgast hana þó á óllkan hátt. Má orða hugmynd verkefnisins þannig að hér sé stefnt á álfaborgina, hún opnuð upp og birtist þar innra líf hennar en síðan er haldið áfram með boð- skap hennar út í hið óendanlega. Húsið sem er staðsett í höfninni skiptist í tvo „kletta" og milli þeirra er „skip“ eða „fleygur". Klettarnir hafa útveggi sem eiga að hafa yfirbragð stuðlabergs en ekki er fundin nein tæknileg lausn á þvl þó einhverjar komi eflaust til greina. Gæti það verið skínandi gott og krefjandi verkefni fyrir verkfræðinga. Undir klett- unum er stórgrýtt urð I sjónum. í miðhlutanum eða „fleygnum" sem klýfur „klettinn" er efniviður sem er sóttur I höfnina, skip og bryggjur og yst liggur gamli síðutogarinn Þormóður goði lagfærður með nýtt hlutverk. f stærri klettinum er Stóri salurinn sem tekur 12-1400 áheyrendur og undir honum þrír ráðstefnusalir, mat- stofa og fleira sem fylgir ráðstefnuhaldi. í minni klettinum er Litli salurinn með u.þ.b. 400 sætum og undir honum Tónlistarskóli Reykjavíkur sem gæti nýtt litla salinn fyrir nemendatónleika. Undir klettunum báðum eru bílageymslur starfsfólks. í miðhlutanum er aðalanddyri með inngangi fremst sem tengist Ingólfsgarði og höfninni með bryggjum og brúm. Úr aðalanddyrinu er innangengt í salina. Innan við inngang erfatahengi og húsvarðaraðstaðaen rýmið stækkar þegar innar dregur og „leysist upp“ til vesturs. í miðju rýminu er „brú“ með skrifstofum o.þ.h. og ofan á henni matsölustaður. í síðutogaranum Þormóði goða sér höfundur fyrir sér lítinn tónleikasal í lestinni með 120 sætum og knæpu aftur í skut. Togarinn, sem mun eftir því sem næst verður komist enn vera notaður sem loðnuskip, á að Frumhugmynd að byggingunni. vera í haffæru standi og mætti nota hann sem boð- bera tónlistarhússins og menningarlífsins I Reykja- vík og væri hægt að sigla honum hringinn I kringum landið og t.d. kynna landsmönnum dagskrá tónlistar- hússins og menningarlífsins almennt, bjóða mætti upp á minniháttar tónleika, leiksýningar eða mynd- listarsýningar. Undir anddyrinu er starfsvettvangur Sinfóníuhljómsveitarinnar með æfingasölum bún- ingsaðstöðu og matstofu og hægt er að komast að þessum hluta á bifreiðum um hringlaga ramp sem tengist bryggjunni framan við húsið. Úti fyrir er hægt að ganga í kringum bygginguna alla leið að flotbryggju við togarann. Höfundur gerir sér fyllilega grein fyrir því að hér er um tillögur að ræða sem eiga ekki að öllu leyti við raunveruleikann að styðjast, að hann leyfir sér að vera háfleygur. En vissulega eru það forréttindi nemandans sem er freistandi að nýta sér. Þar bendir prófessor Förderer réttilega á að oft er æskilegt að menn fari villir vegar til að komast til einhvers þroska. Þetta er þó vonandi, um leið og það var höfundi skemmtilegt og gagnlegt skólaverkefni, innlegg í þær umræður sem hafa verið um framtíð Reykja- víkurhafnar og byggingu langþráðs tónlistarhúss.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.