AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 52
orsök mikilla fjárútgjalda á þessum tíma vegna
skemmda í steypu. Við þessu þurfti að bregðast
með rannsóknum og upplýsingastarfsemi, en skortur
var á fjármunum til að kosta störfin. Samtvargefið
út fjölrit snemma árs sem nefndist Loftblendi í stein-
steypu. Loftblendi var nýyrði, en ritið byggðist mikið
á upplýsingum sem fengust í Ameríkuferðinni 1952.
Áður hafði þó verið haldið erindi í VFÍ um varnir gegn
steypuskemmdum og efnið fyrst verið prófað 1950.
Loftblendi var fyrst notað hér við virkjunarfram-
kvæmdir við byggingu írafossstöðvarinnar.
Notkun loftblendis var afar þýðingarmikil nýjung fyrir
ísl. byggingariðnað, eirik'um vegna þess hversu
harða frostveðrun við þúum við. Það var líka kostur
hversu snemma var almennt farið að nota það í þær
steypur sem þurftu að standast veðrun. Fjölritið frá
1952 er nú orðið úrelt, en önnur rit hafa komið í stað-
inn.
Loftblendinotkun varð strax algeng í byggingariðn-
aðinum. Það gerðist þó ekki bara fyrir það að loft-
blendið dró svo mikið úr steypuhreiðrum og frost-
skemmdum. Nei, 4% aukaloft í steypunni sparaði
4% af steypu. Á þessum tíma var vani að steypa
„veggjasteypur" með aðeins 200 kg/m3 af sementi.
Fjögur prósent loftblendi í slíkri steypu jók raunveru-
lega festu hennar, auk þess sem steypan varð svo
miklu meðfærilegri. Ofangreindum áhrifum má vel
lýsa með tveim línuritum, mynd I og II sem tekin eru
upp úr fjölritinu.
Loftþlendi ver eingöngu pastann fyrir frystiþenslum.
Frostþol steypu er hins vegar einnig háð þoli fylli-
efnanna og samsetningu steypunnar.
Vitneskjan um fyrirhugaða framleiðslu á innlendu
sementi, sem verða myndi mjög alkalíríkt, og um
fyrirhugaðar stórframkvæmdir í virkjanamálum hvatti
til rannsókna á possolanvirkni ýmissa jarðefna.
Nokkur búnaður var keyptur og umtalsverðar rann-
sóknir gerðar á árunum 1956-61, en þá starfaði
Hörður Jónsson efnaverkfr. aðallega að þeim rann-
sóknum. í Ijós kom að virkni hinna prófuðu sýna var
mjög misjöfn. Vitað var um virkni vikurglers en gler-
kennt basalt og móberg reyndust einnig virk. E.t.v.
varð þetta til þess að farið var að framleiða hér pos-
solansement (Faxasement) með íþlöndun móbergs,
sem kom upp með skeljasandinum. Virkni þess
reyndist þó lítil.
Þótt rannsóknir þessar hafi komið að litlu beinu gagni
urðu þær mjög mikilvægar vegna óþeinna áhrifa.
Þau tæki sem voru notuð komu að gagni við ákvarð-
anir á áhættum vegna alkalíþenslna í hinum ýmsu
steypum, sem áformaðar voru fyrir margvíslegar stór-
framkvæmdir. Þetta hafði áhrif við hönnun á stóru
virkjununum okkar enda mun steypa í þeim vera í
góðu lagi. Það var einnig á grundvelli slíkra þenslu-
mælinga að varað var við notkun sjávarefnis, sem
sýnt hafði slíkar þenslur. Þessari aðvörun var mót-
mælt með skírskotun til þess að áhrif alkalíþenslna í
íbúðarhúsum væru hvergi þekkt og bannið myndi
verða til þess að steypuverð hækkaði.
Víst er að forvarnaraðgerðir gegn alkalívá myndu
hækka eitthvað grunnkostnað, en hver er sparnað-
urinn á móti? Þegar Þjórsárvirkjun við Búrfell var í
undirbúningi var hægt að fá reyndan sérfræðing, frá
Bureau of Reclamation, sem er sérstök rannsókna-
stofnun fyrir undirbúning vatnsaflsvirkjana í Banda-
ríkjunum, til þess að leiðbeina um notkun á rann-
sóknaniðurstöðum. Þetta gat hins vegar Borgarverk-
fræðingur ekki gert, því alkalívirkni í húsbyggingum
var þá ekki þekkt.
Á þessum tíma þurftum við líka að sæta erlendu eftir-
liti við virkjanaframkvæmdir okkar, til þess að tryggja
lánafyrirgreiðslur. Nú er flestum Ijóst að hér á landi
eru sérfræðingar sem eru fullfærir um að meta gæði
steypu og steyptra mannvirkja, og þeir þekkja hér
betur allar aðstæður en erlendir menn.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins var stofnsett
árið 1965. Það var stór áfangi í þróunarsögu rann-
sókna í þágu byggingarstarfseminnar. Að stofnuninni
réðust líka brátt hæfir sérfræðingar til rannsókna og
fræðslustarfsemi. Segja má líka að síðan hafi ekkert
meiriháttar mannvirki verið byggt í landinu án
forrannsókna á stofnuninni.
Það kom í hlut dr. Guðmundar Guðmundssonar að
fylgja eftir mælingum á alkalívirkni í fylliefnum og
steypum. Óttinn við alkalívá og þversagnakennd um-
ræða um þessa hættu leiddu til þess að leitað var til
fremstu ráðgjafa á verksviðinu, og í framhaldi af því
kom dr. Gunnar M. Idorn hingað. Að ráði hans var
sett á laggirnar nefnd, „til að kanna efnabreytingar
og þar af leiðandi grotnun í steinsteypu". í nefndina
voru valdir fulltrúar framleiðenda og notenda stein-
steypu ásamt fulltrúum stofnunarinnar og iðnaðar-
ráðuneytisins. Þessi „regnhlífasamtök" steinsteypu-
iðnaðarins höfðu í upphafi það markmið að verjast
áhrifum alkalívirkni, en víkkuðu sjálfviljug viðfangsefni
sín þannig að þau spanna nú heildarsviðið. Nefndin,
50