AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 36
eytt mengunarefnum og öðrum efnum í húsaskólpi mjög hratt. Mælingar á næringarefnum í Faxaflóa sýna ótvírætt að þegar út í flóann er komið verði ekki vart við mælanlega aukningu næringarefna sem má rekja til fráveitna á þessu svæði. Niðurstöður rann- sókna sýna að í frárennslinu er lítið af efnasam- böndum sem náttúran sjálf ræður ekki við að brjóta niður svo framarlega sem henni eru búin skilyrði til þess. Flvað gerist svo ef fráveitukerfið stenst ekki þær væntingar sem til þess eru gerðar eða uppfyllir ekki ákvæði mengunarvarnareglugerðar? Fleilbrigðis- nefndir, undiryfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, eru eftirlitsaðilar með fráveitum og skólphreinsistöðvum og munu fylgjast með og meta árangur. Það verða fyrst og síðast niðurstöður rannsókna á því hvernig viðtaki bregst við fráveituvatni sem skera úr um hvort þörf sé á frekari hreinsun eða ekki. Seyra er fastur úrgangur sem fellur til við annars þreps hreinsun skólps. í vissu samhengi hefur seyra verðmæta eiginleika til ræktunar. Þess vegna getur verið rétt að hvetja til notkunar hennar þar sem hún fellur til, að því tilskildu að hún sé notuð á réttan hátt. En ekki má heldur gleyma því að það fylgja því viss vandkvæði og ákveðinn kostnaður að losna við seyru. Með EES-samningnum gengu í gildi reglur um notkun seyru í landbúnaði, þ. á m. um hreinsun seyru og styrk þungmálma í seyru sem bera má á ræktað land. Heimilt verður að nota óhreinsaða seyru, en ekki er búið að móta þau skilyrði sem sett verða um notkun á óhreinsaðri seyru hér á landi. Væntanlega munu skilyrðin fyrst og fremst miðast við vatnsvernd og heilsuvernd vegna smithættu af völdum gerlamengunar. í Noregi eru til drög að regl- um um notkun seyru í landbúnaði. Þar er m.a. að finna ákvæði um að óheimilt sé að dreifa seyru á land yfir vetrarmánuðina og einnig hafa Norðmenn miklar áhyggjur af mengun vatnsbóla. Umhverfisráðuneytið hefur lagt áherslu á að vinna að fráveitumálum og nýverið skilaði nefnd skýrslu til umhverfisráðherra um úttekt á fráveitumálum og stefnu í þessum málaflokki. í nefndinni áttu sæti fulltrúar umhverfisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka tæknimanna sveitarfélaga, Hollustuverndar ríkisins og Siglingamálastofnunar. Jafnframt hafa fráveitumálin verið kynnt í öllum kjör- dæmum landsins. Á vegum fráveitunefndarinnar var haft samband við öll sveitarfélög á landinu og búið er að heimsækja flesta þéttbýlisstaði og ræða þar við tæknimenn sveitarfélaganna. í Ijós kom að þó að ástand þessara mála sé víða í ólestri þá er töluverð hreyfing í þá átt að bæta þar úr. Um allt land þurfa sveitarfélögin á næstu árum að fara út í miklar fram- kvæmdir á sviði fráveitumála. Kostnaður við úrbætur sem þarf að gera getur verið töluverður og því er mikilvægt að skipulega sé staðið að framkvæmdum svo að það fjármagn sem veitt er til þessara mála nýtist á sem bestan hátt. ■ F VERÐIÐ SKIPTIR M Á L I ! SyQuest REMOVABLE TECHNOLOGY SKIPTIDRIF SONV GEISLADRIF Quantum HARÐIR DISKAR LITASKJÁIR HÁGÆÐA- PRENTARAR HRÖÐUNAR- KORT SV/HV SKJÁIR OG HRÖÐUNARKORT LITASKJÁIR daystar MOBIUS <SUPERMAC ^00^ TECHNOLOGY SKJÁIR Forrit & jaðarbúnaður fyrir Macintosh tölvur PóstMac hf. - Sími 91 -666 086
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.