AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 43
getur lært af skúlptúr og svo öfugt. Hugmyndir fara aldrei um einstigi og einstefnugötur heldur taka mið af öðrum viðhorfum og breytast í sífellu. Hér er þó ekki kveðið að samspili ýmissa listforma sem mætast á einum vettvangi. Frekar er átt við að hugmyndir hvers og eins örvi aðra og stuðli að fjölbreyttara viðhorfi til lista. Hugmyndir birtast oft ekki auðveld- lega en ef samræður myndast og horft er í kringum sig, þá færir slík miðlun orku sem er meira gefandi og ríkari í hugsun. Til þess að hugsa sér sameiningu húsagerðar og skúlptúrs, það að upplifa rýmið I gegnum sem flest skilningarvitanna, þá getum við byrjað á hugmynd- inni um leikvelli barnanna. Börn hafa mikla þörf fyrir hreyfingu. Þau upplifa hlutina og veruleikann á hispurslausan hátt og án þeirra fordóma sem gætu valdið því að skúlptúrinn missti gildi sitt sem rými. Barnið upplifir skúlptúrinn þegar það leggur upp í ferðalag á vit hins óvænta. Óvænt lögun leiktækisins viðheldur spennu og eftirtekt barnsins og eykur þroska þess og örvar skýra hugsun. Þegar talað er um að byggingar séu að einhverju leyti, eða að hluta til, í gervi skúlptúrs þá er eins og viðkomandi finnist hlutföll og lögun byggingarinnar afstæð og óhlutbundin. Með öðrum orðum, óskiljan- leg og óútskýranleg að því er virðist. Form þau er ráða lögun og gerð hússins geta þannig verið samansett að lausnin búi yfir óvæntu samspili sem annars tíðkast ekki. Dæmi um slíka hönnun eru fátíð hér á landi og ekki um auðugan garð að gresja. Þó ber talsvert á sam- vinnu ýmissa listgreina sem síðar gætu leitt af sér þróun og nýsköpun hverrar listgreinar fyrir sig. Sjálfsagt hafa arkitektar og myndhöggvarar leikið sér á teikniborðinu og látið hugmyndaflugið reika. Tækifærin láta þó standa á sér þegar talað er um drauma því fáir vilja taka áhættu og bera ábyrgð á hinu óvænta. Að játa sig sigraðan er þó hið versta böl! Trúin á sjálfan sig verður að standast súrt og sætt þegar mikið liggur við. Sannfæringin flytur fjöll þegar því er að skipta! Þor og kjark þeirra sem fást við hönnun húsbygginga þarf að styrkja. Það virðist ekki vera mikið hug- myndaflug sem ræður ríkjum hvað varðar möguleika forma og efnisval. Formin þurfa ekki að fela í sér flókin mynstur. Einfaldleiki og rökrétt hugsun eru yfir- leitt besta lausnin. Menn geta leikið sér með form og efnisáferð nær út í það óendanlega. Vissar varanlegar formgerðir eru til sem nauðsynlegt er að styðjast við en þjóðfélagið breytist og mennirnir með. Félagslega og mannlega hliðin sem snýr að tilgangi húsagerðar er ekki síður mikilvæg þeim sjálfsagða þætti að húsið standi á föstum grunni. Ögrun við umhverfið þarf ekki að fela í sér neikvæð áhrif. Skemmtilegur leikur getur talist ögrun ef hann brýtur í bága við hefðir og venjur, sem ekki þykir við hæfi að bregða út af. Ef til vill er tjáningarþörf okkar íslendinga svo lítil að hún nái ekki að þroskast og verða sjálfstæð. Þó finnst mér sú skýring varla geta átt sér stað því ekki erum við það einangruð og takmörkuð hér í norðrinu bláa. Arkitektar fá sína menntun erlendis og því ættu hugmyndir sem þar blandast íslensku hyggjuviti að brjótast um í heilabúi þeirra og reyna að fá útrás. En það er þó ekki einung- is við arkitekta að sakast. Allir þurfa að búa yfir þeim vilja að vinna verkin vel og stuðla að auðugra umhverfi. Þjóðin er fámenn en á framfaraleið. Við- bætur og endurnýjun stöðvast aldrei á meðan við búum hér í þessu landi. Viðbætur og endurnýjun ekki aðeins á veraldlegum gæðum heldur einnig á hugviti. ■ £ LÍNAN HLUTLAUSAR UPPLÝSINGAR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.