AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Side 100
AÐ STARFA I ÞYSKALANDI
ALENA F. ANDERLOVA ARKITEKT
íðastliöiö vor var mér, meö mjög stuttum
fyrirvara, boöin vinna á arkitektastofunni
„dt 8“ í Köln am Rhein í Þýskalandi.
„Dt 8“ er tiltölulega óþekkt samsteypa
teiknistofa í Köln, Aachen og Leipzig. U.þ.b. fjórö-
ungur starfsliðs á teiknistofunni á öörum staö í Köln
voru útlendingar, þ.e.a.s. Austurríkismaöur, Suður-
Afríkumaður, Zairebúi, Bandaríkjamaður, Grikki, ítali,
Tékki, Pólverji, Rúmeni, og svo íslendingur. Sameigin-
legt tungumál var eingöngu þýska. Borgin Köln er
af rómverskum uppruna, eins og nafnið segir til um:
„Colonia". Borgarbúar eru enn í dag meðvitaðir um
hvaöan þeir komu. Þegar mestar óeiröir voru vegna
tyrkneskra innflytjenda í Solingen, birtist á „Römisch-
Germanisches Museurn" í Köln risastórt spjald meö
orðunum: „Fyrstu Kölnarbúar voru líka útlendingar".
Ævintýralegt er aö flytjast úr einu strjálbýlasta svæöi
í Evrópu yfir á u.þ.b. eitt þaö þéttbýlasta. Fyrir
norðaustan Köln er Ruhrgebiet, fyrir vestan Holland
og Belgía. Auk Þjóðverja búa á þessu svæöi margir
innflytjendur og þeim fjölgar, t.d. í kjölfar stríösins í
Júgóslavíu. Afleiöingar eru gríöarlegur skortur á hús-
næði. Allt er notað. Ég hef skoðað og teiknaö sjálf
hinar ótrúlegustu endurbyggingar. Ég man sérstak-
lega eftir ákveðinni þakíbúö og tilheyrandi þak-
göröum. Garöarnir lágu á þökum nærliggjandi húsa,
tengingar milli þeirra voru örmjóir stígar og tröppur
hátt fyrir ofan Köln. Viö göngu þar uppi datt mér helst
í hug kettir hlaupandi á þökum.
Skortur á húsnæði kallar auövitað á alla, sem koma
viö feril húsnæöissköpunar, meðal annars arkitekta.
Helst er hægt að lesa í „Bauwelt", hvar auglýst er
eftir arkitektum. Enn viröist framboð á atvinnu meira
en arkitektarnir sem til eru.
Nordrhein-Westfalen. Kirkja í Wildbergerhutte, ark. Heinz Bienefeld.