AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 62
altnesk - skandinavíska hönnunar sýn-
ingin „From dreams to reality", sem opn-
uð var í Tallin í maí s.l., hefur einnig
verið sett upp í Vilnius og Riga og mun
henni Ijúka í Gautaborg í maí á þessu ári.
Sýningin hefur fengið lofsverða dóma víða og í
finnska tímaritinu form function birtist nýlega ítarleg
umfjöllun um sýninguna. Þar er sérstaklega minnst
á borðið Tríóla sem Emma Axelsdóttir og Eiísabet
Ingvarsdóttir, innanhússsrkitektar, hönnuðu fyrir Epal,
sem „surprise from lceland“.
Hugmyndin að Tríólu kviknaði þegar Emma og
Elísabet störfuðu hjá Epal. Þar urðu þær varar við að
fólk virtist mikið vera að leita að sófaborðum sem
ekki var ætlað að vera hluti af hinni hefðbundnu 3-2-
1 sófagrúppu. Þær segja að fólk hafi verið að leita
að einhverju óhefðbundnu. Þær hafi því reynt að setja
sig í spor viðskiptavinarins og gera hann þannig
óbeinan þátttakanda í hönnunninni. Með það að
leiðarljósi hófust þær handa við að hannaTríólu. Þær
lögðu áherslu á að brjóta upp kassaformið og leita
að sveigjanleika, jafnvel hreyfingu í hönnun borðsins.
Með bogadregnu línunni vildu þær undirstrika að
stakir stólar þyrftu ekki að vera hluti af sófagrúppu.
Hæð borðsins er óhefðbundin og tók mið af því að
borðið gæti betur nýst fjölskyldunni við leik og starf.
Emma og Elísabet ákváðu að borðið skyldi ekki
fjöldaframleitt heldur ætti hver og einn viðskiptavinur
kost á ákveðnu vali varðandi efni og áferð og ætti
þannig beinan þátt í endanlegri útfærslu borðsins.
Þær segja það mikilvægt fyrir viðskiptavininn að eiga
kost á að velja, þannig verði hann ánægðari.
Nafnið Tríóla er sótt til tónlistarinnar, en talan þrír á
víða við í hönnun borðsins. Skuggi borðfótanna
minnir einnig sterkt á trfólu-nóturnar. ■
Ólöf G. Valdimarsdóttir.
Hönnuðir: Emma Axelsdóttir og Elísabet Ingvarsdóttir,
innanhússarkitektar.
Trésmíði: J.P. innréttingar s.f. Kópavogi.
Járnsmíði: Óðinn Gunnarsson, járnsmiðja, Kópavogi.
Framleiðandi og söluaðili: Epal h.f.
60