AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 42

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Blaðsíða 42
HÚSAGERÐ OG SKÚLPTÚR talar hvort formið sínu eigin máli? HALLDÓRA ARNAR LISTFRÆÐINGUR Hér verðurfjallaö um samspil húsagerðar og skúlptúrs. Hver eru þau einkenni sem aðgreina þessar greinar sköpunar og geta því unnið saman? í því sambandi leiðum við hugann að því hvernig við upplifum rýmið og notkun þess: sem holrými og fleti. Ef talað er um húsagerð sem list þá er hægt að segja, að húsagerð er listin að ráða yfir og nota rými. Við upplifum húsagerð ekki aðeins með taugum sjón- skynjunarinnar heldur er hún einnig áþreifanleg og við verðum að hreyfa okkur um hana með athygli til þess að skynja marghugsuð lítil smáatriði. Rými á sviði skúlptúrs er hins vegar ekki áþreifanlegt í sama skilningi. Við sjálf tökum sjaldan þátt í innra rými skúlptúrsins. Samt getur augað leikið um hin ýmsu rými í huganum án líkamlegrar virkni. Húsagerð er hins vegar rými sem bústaður, að búa til hús. Nota- gildi húsagerðar eru frumskilyrði tilveru hans. Það sem húsagerð og skúlptúr eiga hinsvegar sam- eiginlegt er það að þessar greinar eru báðar tjáningarmiðlar hugsunar og tilfinninga. Með því að tjá mannlegar tilfinningar í tengslum við lögun og rými, þá getur auga áhorfandans öðlast skilning á verkinu. Viðkomandi horfir á verkið sem að honum snýr, gengur e.t.v. í kringum það, og þar með er ferli skynjunarinnar í flestum tilfellum lokið. Fyrir utan félagslegar aðstæður þá er aðgengileiki húsagerðar flóknari og krefst auk þess fleiri tenginga við ýmis skynfæri. Við upplifum húsagerð inni sem úti, auk þess sem við skynjum það ferli að vera að fara út eða inn. Við þá hreyfingu skapast önnur ein- staklingsbundin tilfinning og tengist hún hugleiðingu um komu og brottför, þó þessar skynjanir séu ekki ávallt meðvitaðar. En skúlptúr þarf ekki að einskorða sig við sjóntaug áhorfandans. Enski höggmyndarinn, Antony Caro, hefur reynt m.a. á sínum ferli að útvíkka kosti skúlp- túrsins og dregið áhorfandann inn í veruleika skúlp- túrsins. Áhorfandinn verður hluti af verkinu og skynjar rými hlutarins nú í eiginlegri merkingu. Aðjótandinn Child's Tower Room. Anthony Caro 1984. getur gengið inn í skúlptúrinn. Búið um sig og skoðað, uppgötvað tengsl forma innan sem utan, og mælt hlutföll þeirra við manneskjuna sjálfa sem hluta af heildarmynd skynjunarinnar á verkinu. Samt sem áður hefur Caro engin áform um að fara inn á svið húsagerðar. Þess í stað reyndi hann að breikka út svið skúlptúrsins og móta notagildi hans. Skúlp- túrarnir ættu ekki að vera rótfastir við jörðina, líkt og að búa til hús, heldur yrðu þeir léttfleygari og hreyfan- legri. Hér getum við leitt hugann að möguleikanum um að sameina að nokkru leyti húsagerð og skúlptúr með náinni samvinnu þeirra sem þar eiga í hlut. Húsagerð 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.