AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1994, Síða 46
bil á undan og á eftir. í Ijós hefur komið, að árangur-
inn er víða ofmetinn. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að
taka tillit til umferðarmagns. Ef götu er lokað, er slys-
um afstýrt á þeim stað, en þau gætu flust eitthvað
annað. í öðru lagi er nauðsynlegt að skoða þróun
umferðaröryggis á öllu svæðinu. Slysafjöldi gæti
verið breytilegur eftir tímabilum og hefði það vissu-
lega áhrif á einstaka staði í samanburði. Yfirleitt er
tekið tillit til þessara atriða, en fleira kemur til. Þegar
lagfæringar á gatnakerfi eru ákveðnar, eru yfirleitt
valdir staðir, sem hafa óeðlilega mikla tíðni slysa, og
þeim breytt. í Ijós hefur komið, að ekki má reikna
betrumbótina alla sér til tekna, því að staðirnir, sem
eru hæstir í óhappatíðni, hafa tilhneigingu til þess
að lækka, þó að ekkert sé gert. Þetta á sér tölfræði-
legar ástæður. Áhrif þessa geta verið veruleg og
numið tugum prósenta af áunninni fækkun slysa.
Annað atriði, sem er skylt hinu fyrra, er fjölgun slysa
í nágrenni við lagfærðan stað, sem slysum hefur
fækkað á. Þetta er oft nokkuð greinilegt og breytt
umferðarmynstur er ekki nægjanleg skýring. Hluti
ástæðunnar er eflaust sú, að staðirnir í kring hafa
margir verið með lága tíðni og hækka þannig sjálf-
krafa á síðari athugunartímabilum. Hinn tölfræðilegi
þáttur hefur því áhrif í báðar áttir.
Hér hefur verið rætt um og sýndarstöðu umferðar-
öryggismála og það, sem menn telja raunverulegt
ástand. Einnig hefur verið drepið á þessi mál í víðara
samhengi og enda þau skrif í heimspekilegum
vangaveltum. Þetta má hins vegar alls ekki verða til
þess, að menn telji aðgerðir til þess að bæta umferð-
aröryggi tilgangslausar. Menn verða hins vegar að
varast aðofmetaárangurinn. Vonandi verður haldið
áfram nú, sem hingað til, að vinna markvisst að
fækkun slysa. Eitt mikilvægasta skrefið í þá átt væri
að setja sér að markmiði að fækka slysum með
meiðslum um ákveðna prósentu fram til aldamóta.
Reyndar hefur dómsmálaráðherra lýst því yfir á Um-
ferðarþingi, að þetta markmið muni verða sett fram.
Þá þyrftu, enn frekar en áður, allir þeir aðilar, er að
þessum málum vinna, að sameinast í viðleitni sinni
að bæta umferðaröryggi í landinu. ■
BETRA LOFT
Þessi rör köllum við loftræstistokka. Þessir stokkar
eru hluti af loftræstikerfum frá Blikk & Stál. Blikk &
Stál framleiðir loftræstikerfi í ýmsum stærðum og
gerðum, sem henta hvaða húsnæði sem er. Ekki þarf
að fjölyrða um þörfina fyrir gott loft á vinnustað.
Rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl eru milli
vinnugleði og afkasta starfsfólks og loftræstingar
(fjölda loftskipta) á vinnustað.
Hafðu samband við sölu- og tæknideildina.
Ráðgjöf - hönnun - áætlanir - tilboð
Z7
Bíldshöföi 12 • Pósthólf 12078 • 132 Reykjavík • Sími 91-686666 • Fax 91-673624
44