AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 17
sölt, ein jafnvægisslá, einn sandkassi og skýli.
Leikvöllurinn við Vesturvallagötu er tvískiptur;
fótboltasvæði annars vegar en hins vegar leiksvæði.
Á vellinum er sögð vera vatnsþró, einhver grasrækt
og fjöldi leiktækja: sex rólur, fjögur vegasölt, tveir
sandkassar og skýli. Freyjugötuleikvöllurinn
fær þann dóm að hann sé best skipulagður en skorti
gras til hópleikja.
Og þróunin hélt áfram. í árslok 1971 voru fimmtíu
opin leiksvæði í Reykjavík en gæsluvellir alls þrjátíu.
Árið 1973 voru 1473 börn vistuð á leikvöllum borgar-
innar.
Ljóst er að hönnun leikvalla hefur tekið miklum
breytingum frá stríðsárunum. Áður voru malarvellir
allsráðandi en nú er leitast við að blanda saman gras-
flötum, ósnortnu landi og svæðum með fjölbreyttum
leiktækjum.
nýir leikvellir
Mörgum kann að sýnast sem svo að hönnun leikvalla
sé létt verk og löðurmannlegt. Sannleikurinn er þó
sá að þetta er mjög flókin vinna og um leið skapandi.
Nú er Ijóst að láta þarf öryggi barna sitja í fyrirrúmi
við hönnun leikvalla. Stöðugt er leitast við að koma í
veg fyrir slysahættu með því að bæta hönnun og
auka eftirlit og viðhald á leikvöllunum. Á vegum
staðlastofnunar Evrópu er nú unnið að stöðlum yfir
leiktæki fyrir opinber leiksvæði. Um er að ræða
öryggisstaðal sem skilgreinir hvaða kröfur leiktæki
[
' í
[
Aflagrandi, leikvöllur, Pétur Jónsson landslagsarkitekt
hannaöi.
þurfa að uppfylla til að draga sem mest úr slysahættu
í umhverfi barna. Kröfur staðalsins ná yfir hönnun
leiktækja, efni þeirra, frágang,viðhald,og undirlag
eða gólf undir leiktæki.
Þess þarf að gæta að leiksvæði séu í hæfilegri fjar-
lægð frá heimilum barna og ekki í návígi við umferð
bifreiða (sjá t.d. Ijósmynd af leikvelli við Rauðás)
Fyrir yngstu börnin er boðið upp á nærleikvelli auk
gæsluvalla og grenndarvalla og hverfisvalla sem
hannaðir eru með tilliti til þarfa elstu barnanna, 10 -
14 ára.
Nú er fjöldi leiksvæða hannaður af landslags-
arkitektum sem vinna út frá ýmsum hugmyndum.
Óhætt er að segja að stefnumörkun hafi mjög breyst
15