AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 28
Hæö handriðs á rennibraut má ekki vera undir 15 cm. því var stofnaður undirhópur sem hafði það hlutverk að annaðhvort útbúa séríslenskt plagg um þetta atriði eða kanna hvort ekki væri möguleiki á því að koma þeim atriðum sem á þótti vanta inn í evrópska staðal- inn. Undirhópurinn vann síðan að gerð tillagna. Voru þær sendar til evrópska undirhópsins „Playground equipment”. Formaður íslensku tækninefndarinnar fylgdi málinu síðan eftir með því að sækja fund evrópska undirhópsins síðastliðið haust. Á þeim fundi kom í Ijós að þau atriði sem íslenska tækninefndin taldi að vantaði í staðalinn voru mjög svipuð þeim atriðum sem fulltrúar Hollands töldu að vantaði. Að ósk Hollendinganna var þeim falið að vinna áfram að málinu og þegar þetta er skrifað liggja engar tillögur fyrir. Á fundinum var einnig rætt um að tillögur þessar yrðu frekar í formi leiðbeininga heldur en nákvæmar tæknilegar útlistanir. Á vegum íslensku tækninefndarinnar hafa einnig verið settir á fót tveir aðrir undirhópar. Öðrum þeirra er ætlað að taka sama yfirlit yfir gildandi lög og reglugerðir og gera tillögu um samræmingu á þeim auk þess að hafa áhrif á að tilvísanir verði gerðar í væntanlega staðla í reglugerðum. Þær mismunandi reglugerðir sem íslensku tækninefndarmennirnir hafa unnið eftir eða kynnt sér í tengslum við störf sín benda til þess að ekki virðist vera skýr ábyrgðarskipting milli ráðuneytanna. Þau ráðuneyti sem hér um ræðir eru heilbrigðisráðuneytið (heilbrigðisreglugerð), um- hverfisráðuneytið (byggingarreglugerð), mennta- málaráðuneytið (grunnskólalögin og reglugerð um leikskóla ) og félagsmálaráðuneytið (lög um gæslu- velli). Þó svo að menn virðist gera sér grein fyrir því að nokkru sé ábótavant í samræmingu og ábyrgðar- skiptingu milli ráðuneytanna hefur gengið erfiðlega að fá sum ráðuneytin til þess að taka beinan þátt í starfsemi tækninefndarinnar. Hinum undirhópnum hefur verið falið að skipuleggja kynningar- og fræðslustarf um staðlana. Kynningar- og fræðslustarfið mun beinast að hagsmunahópum s.s. fóstrum, foreldrafélögum, hönnuðum, framleið- endum leiktækja, verktökum í viðhaldi og byggingu leiksvæða, eftirlitsmönnum leiksvæða og síðast en ekki síst sveitarstjórnarmönnum eða öðrum ábyrgðar- aðilum leiksvæðanna. Til að byrja með hefur verið ákveðið að senda þessum aðilum kynningarbréf um staðlana. ÞAÐSEM ER FRAMUNDAN íslenska tækninefndin mun halda áfram yfirferð sinni á staðlafrumvörpunum eftir því sem þau berast. Drög að næstu hlutum EN 1176 eru t.d. ekki væntanleg fyrrenáárinu 1995. Þær athugasemdir sem aðildar- 26

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.