AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 32
því að útiloka eða minnka hættu á slysum með því að skilgreina hættulega eiginleika og miða hönnun, efni, frágang og viðhald út frá áhættumati. Viðeigandi merkingar og notkunarleiðbeiningar hjálpa til við að auka öryggi leiktækjanna en ekki má nota merkingar í staðinn fyrir kröfur um öryggiseiginleika og öruggt viðhald leiktækjanna. Þótt staðlar séu gefnir út er ekki þar með tryggt að allir fari eftir stöðlunum. Neytendur eru þó sífellt að gera sér betur grein fyrir því að í notkun staðla felst sparnaður. Þegar um útboð og magninnkaup hjá stærri aðilum er að ræða þekkja verkkaupar vel hagræðið af því að vísa til staðla. Þannig hafa kröfur kaupenda og eftirspurn þeirra eftir vörum sem fram- leiddar eru eftir viðurkenndum stöðlum verið hvati að hinni miklu útbreiðslu staðla í hinum vestræna heimi. í sumurm tilfellum er ákveðið í lögum og reglugerðum að nota staðal eða staðla og er það vaxandi í lögum Evrópusambandsins, einkum varð- andi öryggisatriði. Það gildir þó um fæsta staðla og almennt eru staðlar til frjálsra nota. Stjórnendur í Evrópusambandinu gerðu sér fljótt grein fyrir því að til þess að efla viðskipti milli landa gengi það ekki að stórþjóðirnar héldu áfram að setja staðla hver hjá sér. Evrópulönd sömdu því um það að þar sem til er samræmdur evrópskur staðall skuli hann tekinn upp og allir þjóðarstaðlar felldir úr gildi. Um nokkur ár hefur því verið unnið að samræmdum staðli fyrir leiktæki og áætlað er að fyrstu staðlarnir verði tilbúnir og taki gildi innan tveggja ára. í nokkrum löndum hafa verið til staðlar um leiktæki og reglur um frágang á leiksvæðum fyrir börn. Hér á landi eru til dæmis þekktir danskir og þýskir staðlar sem notaðir hafa verið, en með tilkomu evrópskra staðla munu þessir þjóðarstaðlar falla úr gildi. Drög að stöðlum eða staðlaröð sem verið er að semja fyrir Evrópu hafa fyrr á þessu ári verið til opinberrar umsagnar og áætlað er að endanlegar tillögur geti komið til atkvæðagreiðslu á næsta ári og taki gildi innan tveggja ára. Staðlaröðin getur breyst í með- förum Staðlasambands Evrópu á umsagnartfmanum en almennt er álitið að efni og kaflaskipting verði í meginatriðum óbreytt. Um er að ræða EN 1176 sem gildir fyrir leiktæki en til umsagnar nú voru 1., 8. og 9. kafli og EN 1177 sem gildir um yfirborðsmeðhöndl- un. EN 1176 skiptist í 9 undirkafla: 1. Aimennar öryggiskröfur og prófunarað- feröir Gildissvið staðalsins nær til leiktækja sem eitt eða fleiri börn nota. Einnig nær það til búnaðar og tækja sem eru uppsett sem leiktæki jafnvel þótt þau séu 30

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.