AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 34
Við afhendingu vöru skai fylgja gátlisti og leiðbein- ingarfyrir uppsetningu. Einnig skal kveðið á um skoð- un og úttekt að lokinni uppsetningu. Framleiðandi #skal láta fylgja upplýsingar um eftirlit og viðhald sem nota skal við rekstur leiksvæðisins. í þessum staðli eiga kröfur jafnt við um leiktæki sem yfirborðsefni. 9 Rekstur. Staðallinn inniheldur meðmæli fyrir rekstur á öruggu leiksvæði og mælt er með því að rekstraraðili fylgi leiðbeiningum framleiðanda. Einnig ber að skipu- leggja stjórn öryggismála á leikvöllum. Sérstaklega er bent á það að starfsfólk sé upplýst og þjálfað fyrir þau öryggisverkefni sem staðallinn tiltekur. Á leiksvæðinu skal setja upp skilti sem sýnir stystu leið til þess að kalla á neyðarhjálp (næsta síma). Sú leið skal vera aðgengileg og hættulaus fyrir umferð og frágengin í samræmi við lög og reglur á hverjum stað. Neyðaráætlun um viðbrögð við slysum skal vera tiltæk. Forstöðumaður skal skrá allar upplýsingar um slys sem upp koma. Skráningin skal innihalda dagsetningu, aldur hins slasaða, búnað sem snerti atvikið, lýsingu á slysinu, meiðsli og við- brögð við slysinu. EN 1177, yfirborðsefni, kröfur um öryggi og prófunar- aðferðir. Gildissviðl 177 er að skilgreina almennar kröfur um yfirborð leiksvæða og sérstakar kröfur til undirlags þar sem höggdempun er nauðsynleg. Skilgreind eru atriði sem taka verður tillit til þegar velja á yfirborð á leiksvæði og prófunaraðferð sem mælir höggdemp- un. Prófunaraðferðin mælir mestu leyfilega fallhæð og eiginleika efna til þess að draga úr hugsanlegum höfuðáverkum af notkun leiktækja. Staðallinn fyrir yfirborðsefni og undirlag er afar þýð- ingarmikill þar sem flest slys á barnaleikvöllum eru fall af ýmsu tagi. Hér á landi eru margar slysagildrur á leikvöllum vegna ófullnægjandi yfirborðs og í sum- um tilvikum á þetta líka við um íþróttavelli. Helstu kröfur eru þær að yfirborð skal vera jafnt og laust við hættu frá ójöfnum. Engir hlutar á yfirborðinu skulu vera með hvössum brúnum né hættulegum út- standandi hlutum. Yfirborðsefnið skal ekki innihalda nein hættuleg eiturefni. Seljenduryfirborðsefnafyrir leiksvæði skulu láta fylgja því upplýsingar um eftirfarandi: í fyrsta lagi áætlaðan endingartíma efnis miðað við að leiðbeiningum um lögn og viðhald sé fylgt. í öðru lagi brunatæknilega eiginleika miðað við viðurkennd- ar prófunarreglur þar um. í þriðja lagi skulu fylgja efninu nauðsynlegar leiðbeiningar um rétta lögn, viðhald og eftirlit. Merkja skal efnið framleiðanda eða seljanda eða láta fylgja skriflegar upplýsingar um þá. Sérstök efni eru ætluð til varnar höggum sem börn verða fyrir við fall. Eiginleiki undirlags er skilgreindur sem HlC-tala (HIC= Head Injury Criteria) og þess er krafist að hún fari hvergi yfir 1000. Efni eru mismun- andi vel dempandi og henta því misvel miðað við mismunandi fallhæð. Staðallinn skilgreinir prófunar- aðferð sem sker úr fyrir hvaða fallhæð ákveðið undir- lag getur gengið. Fyrir fallhæð undir 60 cm eru engar sérstakar kröfur gerðar um dempandi undirlag en fyrir leiktæki með fallhæð þar yfir er skilgreint hugtakið „fallflötur” sem skal þakinn dempandi undirlagi. Sem undirlag fyrir fallhæð undir 100 cm má við góðar aðstæður nota hefðbundin dempandi efni án sér- stakrar prófunar. Hér er um að ræða gras eða torf, myldinn jarðveg eða því um líkt. í öllum öðrum tilvik- um skal nota viðurkennt efni í fallflötinn miðað við prófanir eftir þessum staðli. Þegar lausbundið (mulið) efni er notað í undirlag skal til viðbótar við lágmarksþykkt bæta 200 mm til þess að vega upp tilfærslur í efninu við notkun. í athuga- semd sem fylgir er bent á það að eiginleikar yfiborðs- efnisins séu mjög háðir ytri skilyrðum svo sem: veðurfari, staðsetningu leiksvæðisins, rekstrar- fyrirkomulagi og viðhaldi. Seljendur viðurkennds yfir- borðsefnis verði því að vera tilbúnir að gera grein fyrirslíku. ■ LEIÐRÉTTING frá Oddi Hermannssyni vegna greinar sem hann skrifaði um Skrúð í l.tbl. AVS 1994 : „Þau mistök áttu sér stað í lokaorðum um garðinn Skrúð í 1 ,tb. 1994 að þar fórst fyrir að geta þess að megin styrktaraðailar uppbyggingar Skrúðs hafa verið Fjárlaganefnd Alþingis og Landvernd. Greinarhöfundur vill f.h. framkvæmdarnefndar Skrúðs koma á framfæri sérstökum þökkum til þessara aðila og beðist er velvirðingar á þessum mistökum.1' ■ 32

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.