AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 38
HRAFN INGIMUNDARSON BARNASMIÐJAN H.F. eiktækjum má skipta grófiega í tvo meginflokka: A) Leiktæki sem örva hreyfingu barnsins B) Leiktæki sem örva ímyndunarafl barnsins Þessir tveir flokkar skarast þó oft meira eða minna, allt eftir þeim leik sem barnið eða börnin eru í hverju sinni. Því eldri sem börnin verða eykst þörfin fyrir tæki sem veita hreyfiþörfinni og virkninni útrás. í fyrrnefnda flokknum eru t.d. klifur, rólur, jafnvægis- slár, brýr, vegasölt og rennibrautir. í þeim síðari eru t.d. föst tæki eins og lítil hús, fastir bílar, bátar, flugvélar, sandkassar og skúlptúrar. Með góðri hönnun leiksvæða má líka nýta vel til leikja allt það annað sem svæðið býður upp á, s.s. grjót, hæðir, tré og annan gróður en slíkt krefst hönnunar fagfólks. Við framleiðslu leiktækja er gott að huga að eftirfar- andi: 1. Að tækin komi vel á móts við hreyfiþörf og veiti bæði andlega og líkamlega þjálfun 2. Að tækin séu þroskandi, fjölbreytt og ögrandi 3. Að tækin séu örugg og sterk 4. Að tækin séu endingargóð 5. Að tækin séu einföld og skýr í uppsetningu 6. Að tækin séu aðgengileg í viðhaldi 7. Að tækin séu úr þeim efnivið og unnin þannig að það séu börnin sem nota tækin 8. Aðviðgerðtækjannaséstuðstviðfáanlega stað- la 9. Að ekki sé skörun í leiknum í og við tækið Á sínum tíma þegar BARNASMIÐJAN hóf starfsemi árið 1986 framleiddum við í fyrstu vegasölt, rólur og önnur smátæki en samhliða því unnum við að hönnun leiktækis sem gæti sameinað sem flest það sem er í flokkunum tveimur sem ég nefndi í upphafi, og úr varð kastalinn. Reynsla Elínar Ágústsdóttur leikskólakennara nýttist þar vel en hún hafði þá að baki um átta ára starf á leikskólum Kópavogsbæjar. í fyrstu var hinn dæmigerði kastali með tveimur mis- háum pöllum, tengdum með breiðum stigum, hærri 36

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.