AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 56
LOKAVERKEFNI
Hvalarannsókna- og
Sveinn Bragason: Lokaverkefni við Kunstakademiets Arkitektskole
Kaupmannahöfn
Lokaverkefni mitt, hvalarannsókna- og
hvalveiðistöð, fólst í því að hanna bygg-
ingar, sem þjónuðu þessu tvíþætta hlut-
verki. Einnig skyldi þar vera aðstaða fyrir
ferðalanga þá sem áhuga hefðu á að kynna sér starf-
semi þessa staðar.
Ég ákvað að halda mig við staðsetninguna í Hvalfirði,
þó heldur austar en núverandi hvalstöð er. Hafnar-
kostur er þarna mikill. Sögulegar ástæður, svo og
nálægð við Reykjavík og fleiri bæi, gerðu þessa
staðsetningu ákjósanlega.
Sem fyrr segir kem ég stöðinni fyrir nokkru austar og
sunnar en nú er. Þar rís hamar mikill, sem ég notaði
sem nokkurs konar bakgrunn eða mótvægi við
byggingarnar. Hamarinn veitir líka gott skjól fyrir þá
starfsemi, sem fram fer úti við á plani.
Planið þar sem hvalurinn er skorinn er u.þ.b. 7,5 m
yfir sjávarmáli. Þessi mikla steinsteypta bygging, 30
m x 65 m, er þungamiðja stöðvarinnar. Hún rís úr
jörðu við rætur hamarsins og teygir sig samsíða
honum út í sjó. Norðan við planið er lágreist bygging,
sem hýsir kjötvinnslusal, kæligeymslur o.fl. Þessi
bygging er hornrétt á planið og er í nokkurra metra
fjarlægð frá sjávarmáli svo að á milli hennar og
hafsins myndast eins konar bryggja. Þar er aðkoma
starfsmanna í skjóli fyrir veðri og vindum. Meðfram
54