AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Qupperneq 74

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Qupperneq 74
HALLDÓR GUÐMUNDSSON VERKFRÆÐINGUR DEILDARSTJÓRI, DANSK TEKNOLOGISK INSTITUT GÆÐASTJÓRNUN ídönskum byggingariðnaði Arið 1986 beitti Byggingarráðuneytið danska sér fyrir endurskoðun á gæðakröfum í félagslegum byggingum í Danmmörku. Markmiðið var að koma í veg fyrir galla í byggingum og draga úr rekstrar- og viðhaldsútgjöldum. Árangurinn af þessu hefur verið svo góður að grundvallaratriðin í þessari endur- skoðun hafa nú almennt verið tekin upp í dönskum byggingariðnaði. f þessari endurskoðun er um að ræða fimm atriði: samræming á ábyrgð vegna leyndra galla og ófull- nægjandi verkþátta allra aðila í fimm ár; krafa um gæðatryggingu; úttekt á viðkomandi framkvæmd við lok fimm ára ábyrgðartíma; stofnun tryggingarfélags til þess að taka ábyrgð á duldum göllum og ófull- nægjandi verkþáttum við lokfimm ára ábyrgðartíma með kerfisbundnu byggingareftirliti og krafa um skráningu á rekstri og viðhaldi. Reynslan af því að innleiða kerfisbundna og skráða gæðastýringu hefur verið svo jákvæð að fjöldi fyrirtækja er nú að þróa sín eigin kerfi til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum gæðastjórnunarstöðlum og fjallað er um í ISO 9000. í nokkrum tilvikum eru kröfurnar auknar með tilliti til umhverfisstaðla, t.d. BS 7750. ÞRÓUNIN í DÖNSKUM BYGGINGARIÐNAÐI Ástæðu fyrir þessum auknu gæðakröfum er að leita í hinni hröðu þróun sem hefur átt sér stað í dönskum byggingariðnaði frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Allt til 1950 voru byggðir um 5 milljónir m3 af húsnæði ár hvert, en á eftirstríðsárunum óx afkastageta bygging- ariðnaðarins í um 12 milljónir m3 á ári. Þessi þróun hafði í för með sér skort á iðnaðarmönnum og þörf á meiri iðnvæðingu. í stað þess að reisa byggingar úr múrsteini var því farið að reisa hús úr forsteyptum einingum. Á þessu tímabili breyttust einnig þær kröfur sem við gerum til bygginga. Að hluta til var þetta vegna þess að tækniþróunin gerði okkur kleift að gera bygg- ingarnar betur úr garði, en að hluta til var um að ræða félagslegar og efnahagslegar ástæður. Hér var t.d. um að ræða kröfur um aukna vellíðan fólks I bygg- ingum, minni orkunotkun, heilsusamlegri byggingar, sem aftur hafa leitt til flóknari bygginga og tækni- lausna, m.a. til þess að stjórna „inniloftslagi" bygg- inga. Auk þess sem tæknin hefur veitt okkur nýja mögu- leika hafa komið til sögunnar nýjar byggingaraðferðir og stefnur í byggingarlist, sem hafa vikið frá hefð- bundnum byggingaraðferðum. Þessar nýjungar hafa líka haft óvænt áhrif á viðhaldsþörf bygginga, endingartíma og notkun. Þessi þróun hefur leitt til þess að fram hafa komið gallar á þessum byggingum í það miklum mæli að hvorki íbúar né eigendur gátu staðið undir þeim fjárútlátum sem nauðsynlegar viðgerðir kölluðu á. Ríkisstjórnin danska neyddist því til að veita aukið fjármagn til viðgerða á félagslegum íbúðum. Félags- legar og fjármálalegar afleiðingar þessa máls urðu svo þær að opinberir aðilar ákváðu að við svo búið mætti ekki sitja. GÆÐATRYGGING Þegar hér var komið greip Byggingarráðuneytið í taumana og kom á svonefndri „gæðaendurskoðun". í lög um félagslegar íbúðir var sett eftirfarandi ákvæði: „Verkkaupi skal gera nauðsynlegar kröfur á hendur þeim sem vinna við viðkomandi byggingar um að þeir tryggi ákveðin gæði bæði hvað viðkemur byggingunni sjálfri og rekstri hennar.“ Hlutaðeigandi aðilar skulu síðan koma sér saman um það hvernig þessi gæði verði tryggð. Markmiðið með þessari gæðatryggingu er að koma í veg fyrir galla og aðra vankanta á byggingum á öllum notkunartíma þeirra. Markmiðið er þó ekki að 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.