AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 75
GÆÐASTJORNUN I FYRIRTÆKI 1. hluti 2. hluti 3. hluti Amarkmið stefna verklagsreglur I fyrirmæli, handbækur, vinnu- og verklýsingar GÆÐATRYGGING I VERKI GÆÐAHANDBOK HVERJU A A /\ verkí verk 1 GÆÐAAÆTLUN eftirlitsáætlanir, eyðublöð og önnur gæðaskjöl búa til gallalausar byggingar, heldur aö koma í veg fyrir meiri háttar skaöa, sem oft hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar, og notkun á nýjum byggingarefnum og aðferðum án þess að nauðsynleg þekking og reynsla sé fyrir hendi. Meginhugsunin er sú að kerfisbinda og leggja áherslu á það sem nú þegar er venjulegt verklag í vel reknum fyrirtækjum en það er aftur á móti frjálst hvernig þetta er gert. Á sama tíma var ábyrgðartíminn hjá arkitektum og öðrum hönnuðum, byggingarefnasölum og verk- tökum samræmdur í fimm ár frá afhendingu bygg- ingar. Á sama hátt fékk verkkaupi möguleika á að gera bótakröfur á verktaka og byggingarefnasala vegna galla eða vanefnda innan þessa fimm ára ábyrgðartíma. Gæðatrygging er hluti af samningi milli málsaðila og af því leiðir að svo framarlega sem þeir hafa ekki gert og skráð gæðatryggingarsamning sín á milli getur ábyrgðartíminn breyst úr samningsbundnum fimm ára tíma í 20 ár eins og hann var áður. Þetta hefur leitt til þess að sérstaklega verktakar hafa haft áhuga á að rétt sé gengið frá gæðatryggingu eins og gert er ráð fyrir svo að ekki sé gerð krafa um lengdan ábyrgðartíma við afhendingu bygging- arinnar. RAMMASAMNiNGUR Niðurstaðan er sú að allir þeir sem standa að bygg- ingum hafa nú komið á, eða eru að koma á, vel skrá- settu gæðastjórnunarkerfi sem hefur það að mark- miði að auka trú manna á því að byggingar uppfylli gæðakröfur verkkaupa og að þessar gæðakröfur séu skráðar þannig að það veki tiltrú manna. Þær kröfur eru gerðar til verkkaupa að hann, í sam- vinnu við ráðgjafa sína: ■ skyldi tæknimenn og verktaka til að gæðatryggja slna verkþætti ■ velji byggingarefni/-hluta í samræmi við þau gæði sem stefnt er að ■ ákveði hvernig staðið verður að eftirliti og stjórnun ■ geri sérkröfur til ráðgjafa og verktaka um gæða tryggingu. Tæknimenn og verktakar skulu: ■ gæðatryggja vinnu sína ■ gera tillögur um byggingarefni/-hluta í samræmi við þau gæði sem óskað er eftir ■ framkvæma eftirlit og stjórnun í samræmi við óskir verkkaupa ■ frarmfylgja sérkröfum verkkaupa um gæðatrygg ingu. GÆÐATRYGGINGAKERFIÐ Til þess að uppfylla ofangreindar gæðakröfur skulu arkitektar, tæknimenn og verktakar skrá og láta verk- kaupa í té gögn um það hvernig þeir muni stjórna gæðum viðkomandi verks. í þessum gögnum skulu þeir m.a. skrá hvernig staðið verði að rýni verkefnis- áætlunar, hönnunarrýni, rýni framkvæmdaferils, verkefnisyfirferð, gæðaáætlun, eftirlitsáætlun og upplýsingamálum. REYNSLA AF KERFINU Ofangreindar kröfur voru teknar upp árið 1986 og árangurinn er nú að koma í Ijós. Það hefur vakið furðu allra aðila hve margt hefur farið úrskeiðis og hve mörg venjubundin útfærsluatriði hafa ekki staðist þessar kröfur. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að fylgja þessu máli eftir til þess að koma í veg fyrir galla og læra af fenginni reynslu. VERKKAUPAR Val á ráðgjöfum á sér nú í vaxandi mæli stað með forvali, með þeim hætti að athugað er hvort viðkom- andi aðilar geti uppfyllt kröfur um gæðatryggingu og fyrst að því loknu er farið að ræða verð. Þetta þýðir að allir aðilar leggja nú meiri áherslu á gæði. Verktakar eru nú í vaxandi mæli frekar valdir með það í huga, hvort álitið sé að þeir geti leyst viðkom- andi verkefni á fullnægjandi hátt en hvort þeir séu ódýrastir. Fimm ára tímabilið og krafan um skráðar rekstrar - og viðhaldsáætlanir og eftirfylgni hafa leitt til þess að innbyggðir veikleikar á byggingum finnast fljótt, þannig að hægt er að bregðast við þeim áður en þeir valda meiri háttar tjóni. Sem dæmi má nefna 73

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.