AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 76

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 76
rakavandamál í baðherbergjum sem orsakast vegna óheppilegs efnisvals, byggingargerðar og fram- kvæmdar, ásamt hreyfingum byggingarinnar vegna ófullnægjandi burðarþolsútreikninga eða vandamála með þakklæðningu vegna lélegs frágangs. Þess háttar vandamál koma í Ijós þegar litið er á fyrstu fimm ár byggingarinnar þannig að hægt er að fyrirbyggja þau. Áður gat liðið langur tími áður en þau voru viðurkennd og talað var um samverkandi galla. ARKITEKTAR Það er ekki bannað að gera tilraunir eða reyna nýjar aðferðir, en gerðar eru kröfur um að ef arkitekt vill víkja frá þekktum lausnum sem reynsla er komin á þá skal hann afmarka viðkomandi tilraun og vekja athygli verkkaupa á að hér sé um frávik að ræða. Ekki er litið á minni háttar frávik sem tilraunir, þar sem t.d. er um að ræða ný efni þar sem niðurstöður tilrauna liggja fyrir eða skráðar heimildir eru til um notkun. Þetta hefur leitt til nokkurrar íhaldssemi við að reyna nýjar og óreyndar leiðir í hönnun bygginga. TÆKNIMENN Frá sjónarhóli tæknimanna er nú lögð meiri áhersla á byggingartækni með tilliti til réttra deiliatriða bygg- inga en áður. Með því að samræma ábyrgðarreglur- nar þannig að ábyrgðartími tæknimanna sé sá sami og verktaka; með kröfum um verkefnisyfirferð (pro- jektgennemgang) á viðkomandi framkvæmd og gerð rekstrar- og viðhaldsleiðbeininga hefur komið I Ijós hve mikilvægt er að velja rétt efni, hvað viðhald kostar og hvað byggingar endast lengi. Niðurstöður þessa hafa ekki verið settar fram í tölum, en margt bendir til þess að tæknimönnum verði kennt um mikinn hluta af því tjóni á byggingum, sem nauðsynlegt er talið að bæta. VERKTAKAR Af hálfu verktaka er gert ráð fyrir að nákvæm skoðun á framkvæmdahliðinni (rýni framkvæmdaferils) og verkefnisyfirferð geti að umtalsverðu leyti komið í veg fyrir galla. Umtalsverður sparnaður hefur náðst með því að hagnýta reynslu verktaka við mótun og gerð bygginga og hefur þessi reynsla nýst vel bæði verkkaupa, tæknimönnum og verktökum. Með þessu móti fá tæknimenn líka strax að heyra hvað öðrum finnst um gæði þess sem þeir hafa verið að hanna. Móttökueftirlit hefur aukið virðinguna fyrir með- höndlun byggingarefna á byggingarstað og hefur þetta gefið verktökum betri stjórnun á innkaupum auk þess sem minna hefur verið eyðilagt af efni. Framkvæmdaeftirlit og lokaeftirlit hafa líka leitt til betri stjórnunar á framkvæmdum og færri galla sem komið hafa fram þegar byggingar eru afhentar verkkaupa. ALMENN ATRIÐI Almennt má segja að þessi endurskoðun á gæða- málum hafi leitt til meiri tæknigæða í byggingum. Mikið af meiri háttar vandamálum hefur komið í Ijós, hægt hefur verið að afmarka þessi vandamál og bregðast við þeim mun fyrr en ella, m.a. vegna þess að áhersla hefur verið lögð á fyrstu fimm ár bygging- arinnar. I þessu sambandi má nefna að með því að horfa til 5 ára kom í Ijós að útfærsla á baðherbergjum var gölluð og að lagfæra þurfti mikinn fjölda baðher- bergja. Ef þessir gallar hefðu ekki komið í Ijós svona fljótt hefði hér orðió um að ræða mjög mikið vanda- mál. Auk þess hefðu þessar lausnir verið notaðar í mörg ár til viðbótar þar eð ekki hefði komið í Ijós að hér var um ranga byggingaraðferð að ræða. Með því að líta á 5 ára líftíma var hægt að benda á þessa galla og jafnframt líta á málið í heild. Flópi tækni- manna var fengið þetta viðfangsefni til lausnar og fundu þeir endingargóða lausn á því. Álitið er að þessi lausn hafi komið í veg fyrir byggingarskaða sem nam mörgum þúsundum milljóna. Nú er lögð meiri áhersla en áður á heildarkostnað, þ.e. rekstrarkostnað og viðhaldskostnað, ásamt líf- tlma byggingarinnar, þar eð rekstraráætlanir skulu fylgja hverri nýbyggingu. Nú er auðveldara að gera menn ábyrga fyrir duldum göllum og vanefndum, þar eð allir eiga á líkan hátt endurkröfurétt á næsta aðila allt að efnissala. Betri samskipti hafa náðst milli tæknimanna og fram- kvæmdaaðila vegna kröfunnar um verkefnisyfirferð (projektgennemgang). Betri stjórn hefur verið komið á stjórnun og með- höndlun á efni meðan á byggingu stendur vegna betra skipulags. Það sem hefur áunnist með þessu hefur leitt til auk- innar meðvitundar um gæði og gæðastjórnun. Mörg fyrirtæki eru þvl núna að koma á laggirnar gæða- stjórnunarkerfum samkvæmt DS/ISO 9000 stöðl- 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.