AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 91
Habila
Samræming er ein af leiðunum til að draga úr truflun-
um byggðar í umhverfinu og stærðir geta skipt máli
í því sambandi. Ekki eru stærðir þó einhlítar, styðja
þarf samræmingu með litum, efnisvali og helst form-
um húsa og byggðar ef vel á að takast.
Annað: Hjólhýsi, húsvagnar og gámar eru tiltölulega
ný viðfangsefni í umhverfinu.
Hjólhýsi hafa unnið sér nokkra viðurkenningu þar
sem eigendum þeirra gefst sumsstaðar kostur á
stöðuleyfi fyrir þau til eins árs í senn. Hugsanlegt er
með vandaðri skipulagsvinnu að gera þeim til hæfis
sem kjósa þetta form á frítímaaðsetri. Til þess þyrfti
einnig skýrari ákvæði í reglugerð.
Húsvagnar eru hér kölluð hús sem eru breiðari en
hjólhýsi. Þau eru útbúin til flutnings á eigin hjólum
en fullnægja ekki ákvæðum um aftanívagna og falla
því undir ákvæði í byggingarreglugerð um verk-
smiðjuframleidd hús. Nokkuð hefur verið flutt inn af
slíkum vistarverum en þau hafa yfirleitt ekki fullnægt
ákvæðum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins, sem gefur út vottun um að verksmiðjuframleidd
hús fullnægi íslenskum reglum um burðarþol og
öryggi. Því ber að vara menn við kaupum slíkrahúsa
nema seljendur geti framvísað vottun frá Rb.
Notkun gáma hefur aukist mikið bæði til flutninga og
geymslu. Því er Ijóst að fylgjast þarf með uppstillingu
þeirra til samræmis við önnur mannvirki. Hér er bent
á þá leið að byggingarnefndum verði heimilað að
gefa út stöðuleyfi fyrir gáma með svipuðum hætti og
fyrir hjólhýsi. Ennfremur er bent á að draga mætti úr
truflun umhverfis af gámum með notkun felulita eins
og þegar hefur verið gert á nokkrum stöðum. ■
LOÐAGERÐ
ALHLIÐA
G ARÐ YRKJ U ÞJ Ó NUSTA
s.s. jarðvinna, hellulagnir,
hleðslur úr náttúrugrjóti,
beðagerð og þökulagnir.
ÞORKELL EINARSSON
skrúðgarðyrkjumeistari
sími 91/43549 - 985-30383
Færanlegir
veggir
Felliveggir
Glerveggir
Glereiningar
Rennihuröir
Sérsmíöaöar
huröir
Hljóöeinangrun,
hönnun og gæöi
í brennidepli
Leitiö uppl.hjá
Ide\
Sundaborg 7-9
104 Reykjavik
Tel: 91-68 81 04
Fax: 91-68 86 72