AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 9

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 9
G E S T U R Ó L A F S S O N I s I e n s k i r h á s k ó I a r Frá því nýstofnuðum Háskóla íslands var fengið húsnæði til afnota á neðri hæð Alþingishússins haustið 1911 hefur átt sér stað mikil breyting á aðstöðu íslendinga til æðri menntunar hér á landi. Að vísu voru Háskólinn og Alþingi undir sama þaki í nær þrjá áratugi, en á síðustu árum hafa risið háskólar víða um land sem hafa gerbreytt aðstöðu til menntunar utan höfuðborgar- svæðisins og veitt dreifbýli mikilvægan stuðning. Nú í byrjun nýrrar aldar, þegar við erum á hraðri leið inn í þekkingarsamfélagið, er ekki úr vegi að við reynum að Ifta yfir stöðu æðri menntunar hér á landi, þau mannvirki og það heildarumhverfi þar sem þessi menntun fer fram og þá möguleika sem við teljum okkur sjá á sjóndeildarhringnum. Þekking er miklu meira en bara það að læra eitt- hvað tilskilið af bókinni. Ekki síst er hún fólgin í samskiptum og kynnum nemenda á mismunandi sviðum meðan á námi stendur og án menningar vantar þessa þekkingu oft alla dýpt. Það er heldur ekki lengur nóg að læra í eitt skipti fyrir öll eitthvað fag eða starfsgrein heldur þurfum við öll að eiga þess kost og hafa efni á að bæta stöðugt við okkur þekkingu og færni. Að margra mati ættu háskólar í dag heldur ekki að vera aflokaðir fílabeinsturnar heldur staðir sem eru vel tengdir aðliggjandi þét- tbýli þangað sem fólki á öllum aldri finnst eðlilegt og sjálfsagt að sækja stöðugt nýjar hugmyndir, líflega umræðu, þekkingu og fræðslu. Margar nálægar þjóðir hafa lagt mikinn metnað og áherslu á að vanda sem mest til heildar- stefnumótunar við uppbyggingu háskóla sinna og víða hafa þessir háskólar sett sér skýr markmið á fjölmörgum sviðum um það hvernig þeir geta sem best gegnt því hlutverki sem samtíminn og framtíðin gera kröfu um. Ekki síst á þetta við um umhverfisstefnu þessara skóla, en víða erlendis hafa þau mál verið tekin föstum tökum ekki síður en hjá mörgum fyrirtækjum. Hér nægir að benda á stefnu breska menntamálaráðuneytisins í þessum efnum (Environmental Responsibility. An agenda for further and higher education.). íslenskir háskólar eru mjög fjölbreyttir að gerð og uppbyggingu, og framtíðarmarkmið þeirra og yfirvalda menntamála eru misjafnlega skýr eins og ef til vill má lesa út úr greinum þessa tímarits. í því upplýsingaþjóðfélagi sem nú er að verða til hér á landi eru þetta þó mál sem varða alla landsmenn. Undanfarin ár hefur mikil umræða átt sér stað meðal skólayfirvalda, skólamanna, fulltrúa at- vinnulífs, hönnuða og skipulagsfræðinga um breyttar áherslur viðvíkjandi skipulagi og gerð æðri menntastofnana. Með hliðsjón af þessu og því mikla fjármagni sem nauðsynlegt er að verja til þessara mála virðist vera full ástæða til að hvetja til aukinnar og opinnar umræðu og stefnumótunar í þessum málaflokki hér á landi á breiðum grund- velli. ■ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.