AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 10
VALDIMAR HARÐARSON, ARKITEKT Þekkingarþorp við Háskóla íslands Fyrirhuguö er bygging Vísindagarða/- þekkingarþorps á lóð Háskóla íslands í Vatnsmýrinni. Svæðið sem lagt er undir byggingar er rúmlega 70 þúsund fer- metrar að stærð og er gert ráð fyrir um 50 þúsund fermetrum bygginga. Vinna við skipulag og annan undirbúning hefur staðið yfir frá því í vor og er vonast til að framkvæmdir hefjist vorið 2002. Samantekt þessi er m.a. byggð á grein Stefáns Ólafssonar prófessors, sem hann nefnir „Þekking- arþorp. Aflstöðvar þekkingarhagkerfisins. Um há- skólatengda vísindagarða í vestrænum löndum”, dags. september 2001, en Stefán er formaður Húsnæðis- og skipulagsnefndar Háskóla íslands, sem stýrir undirbúningi verkefnisins. Hvað er Þekkingarþorp? Þekkingarþorp eru þyrpingar þekkingarfyrir- tækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið með uppbyggingu þekkingarþorpa er að skapa öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi sem skapar fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Þekkingar- þorp gegna víðast í vestrænum samfélögum stóru og sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins. Þau eru vel til þess fallin að draga að sér ungt menntað vinnuafl sem verður mikilvægasta auðlindin í þekkingar- hagkerfi framtíðarinnar. Þekkingarþorp eru frábrugðin venjulegu fyrir- tækjaumhverfi og sérhönnuðu fyrirtækjaumhverfi að því leyti að í þekkingarþorpum er skapað sam- félag háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknar- stofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúð- inni og ná að byggja upp styrkleika heildarum- hverfisins sem er meiri en samanlagður styrkleiki þeirra einstöku þátta sem mynda heildina. Alls staðar í þróuðum vestrænum þjóðfélögum er nú litið til slíkra þekkingarþyrpinga sem öflugustu að- ferðarinnar til að hraða og efla nýsköpun. Hvað þarf til? Þróun nýja hagkerfisins þar sem þekking er smám saman að verða mikilvægasta auðlindin hefur í vaxandi mæli kallað fram þróun þekkingar- þorpa í vestrænum löndum á síðustu áratugum. Á svipaðan hátt og verksmiðjur iðnríkja 19. og 20. aldar byggðust upp við verðmætar orkulinda- og auðlindanámur, eða við hagstæðar samgöngu- J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.