AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 10
VALDIMAR HARÐARSON, ARKITEKT Þekkingarþorp við Háskóla íslands Fyrirhuguö er bygging Vísindagarða/- þekkingarþorps á lóð Háskóla íslands í Vatnsmýrinni. Svæðið sem lagt er undir byggingar er rúmlega 70 þúsund fer- metrar að stærð og er gert ráð fyrir um 50 þúsund fermetrum bygginga. Vinna við skipulag og annan undirbúning hefur staðið yfir frá því í vor og er vonast til að framkvæmdir hefjist vorið 2002. Samantekt þessi er m.a. byggð á grein Stefáns Ólafssonar prófessors, sem hann nefnir „Þekking- arþorp. Aflstöðvar þekkingarhagkerfisins. Um há- skólatengda vísindagarða í vestrænum löndum”, dags. september 2001, en Stefán er formaður Húsnæðis- og skipulagsnefndar Háskóla íslands, sem stýrir undirbúningi verkefnisins. Hvað er Þekkingarþorp? Þekkingarþorp eru þyrpingar þekkingarfyrir- tækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið með uppbyggingu þekkingarþorpa er að skapa öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi sem skapar fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Þekkingar- þorp gegna víðast í vestrænum samfélögum stóru og sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins. Þau eru vel til þess fallin að draga að sér ungt menntað vinnuafl sem verður mikilvægasta auðlindin í þekkingar- hagkerfi framtíðarinnar. Þekkingarþorp eru frábrugðin venjulegu fyrir- tækjaumhverfi og sérhönnuðu fyrirtækjaumhverfi að því leyti að í þekkingarþorpum er skapað sam- félag háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknar- stofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúð- inni og ná að byggja upp styrkleika heildarum- hverfisins sem er meiri en samanlagður styrkleiki þeirra einstöku þátta sem mynda heildina. Alls staðar í þróuðum vestrænum þjóðfélögum er nú litið til slíkra þekkingarþyrpinga sem öflugustu að- ferðarinnar til að hraða og efla nýsköpun. Hvað þarf til? Þróun nýja hagkerfisins þar sem þekking er smám saman að verða mikilvægasta auðlindin hefur í vaxandi mæli kallað fram þróun þekkingar- þorpa í vestrænum löndum á síðustu áratugum. Á svipaðan hátt og verksmiðjur iðnríkja 19. og 20. aldar byggðust upp við verðmætar orkulinda- og auðlindanámur, eða við hagstæðar samgöngu- J

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.