AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 14
Nemendaíbúðir eru annars vegar við Bólstaðar- hlíð í framhaldi af íbúðarhúsum sem eru við þá götu og hins vegar við Háteigsveg austan Háteigs- kirkju. Þar er einnig dagheimili á 1. hæð annars heimavistarhússins. Umferð fótgangandi Lögð er áhersla á greiðar og eðlilegar göngu- leiðir um allt svæðið. Megingönguleið liggur um miðbik svæðisins frá norðri til suðurs, frá torgi framan við aðalinngang SÍ á torg við mötuneyti og félagsaðstöðu, yfir Há- teigsveg á torg við nýjan aðalinngang KHÍ og áfram til suðurs undir tengigang á torg sem liggur einni hæð neðar en aðalinngangstorg og þaðan áfram allt að suðurmörkum svæðisins. Gæta skal þess við útfærslu á gönguleiðum að barnavagnar og hjólastólar komist um þær. Bílaumferð Góð strætisvagnaþjónusta er á svæðinu með biðstöðvum við Háteigsveg, Stakkahlíð og Ból- staðarhlíð. Háteigsvegur liggur á milli lóða KHÍ og SÍ. Segja má að hann bæði aðskilji lóðirnar og sameini þær. Hann aðskilur þær á þann veg, að akbrautin liggur þvert á gönguleiðir milli lóðanna en sameinar þær á þann hátt, að frá honum liggja leiðir á bílastæði við aðalinnganga beggja skólanna og að mötu- neyti og félagsaðstöðu nemenda. Til þess að draga úr því óhagræði, að göngu- leiðir liggja yfir akbrautina, er gert ráð fyrir að á milli Bólstaðarhlíðar annars vegar og Nóatúns/ Lönguhlíðar hins vegar, verði Háteigsvegur gerður að vistgötu með mjög hægri bílaumferð. Þótt ekki kæmu til tengslin milli KHÍ og SÍ er þetta æskileg ráðstöfun með tilliti til Æfingaskól- ans, íbúðabyggðarinnar og kirknanna sem við göt- una standa. Heildarbílastæðafjöldi á báðum lóðunum er samkvæmt skipulaginu 693 stæði eða 1 stæði á hverja 53 m2 alls húsnæðis annars en nemenda- íbúða, þar sem reiknað er með 0,8 stæðum fyrir hverja íbúð. ■ avs arkitektúr verktœkni og skipulag

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.