AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 16
bygging vakið athygli fyrir skjannabjart yfirbragð og skemmtilegan svip af aðalbyggingu Kennara- háskólans. Einnig eru í byggingu stúdentagarðar austan og ofan við Háteigskirkju í túnfæti Sjó- mannaskólans. Ennfremur hefur verið byggt við Háteigsskóla sem áður var Æfingaskóli Kennara- háskóla íslands. Umfangsmestu áætlanir um breytingar sam- kvæmt deiliskipulaginu eru fimm stórar byggingar við Kennaraháskólann. Fjórar þeirra eiga sam- kvæmt skipulaginu að rísa austan og innan við aðalbygginguna frá 1962 og sú fimmta við Stakka- hlíð sunnan við bygginguna frá 1983. Við austur- enda aðalbyggingar Kennaraháskólans er nú að rísa fyrsta húsið af þessum fimm. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2001 og áætluð verk- lok eru haustið 2002. Nýja húsið gengur þvert á gamla húsið og situr einni hæð dýpra í jörð enda lækkar land til austurs á þessum stað. Dyr vísa í norður og um þær verður aðalinngangur skólans. Batteríið hannar nýbygginguna undir forystu Sigurðar Einarssonar, Jóns Ólafs Ólafssonar og Gunnars Ottósonar og hefur við hönnunina lagt áherslu á góð tengsl við aðalbyggingu með eftir- tektarverðum hætti. Lengd hússins og breidd stokkanna tveggja sem mynda aðra og þriðju hæð svara til lengdar og breiddar gamla hússins. Grönn form og langar línur, björt sjónsteypa, kop- arslegnir fyrirlestrarsalir og mikið birtuspil endur- spegla eldri bygginguna. Tekk og veggflísar munu setja svip á húsið og gler leikur óvenju stórt hlut- verk. Eftir húsinu miðju gengur glerklædd gjá frá norðri til suðurs og að austan, sunnan og norðan eru heilar húshliðar og gaflar úr gleri. Að austan- verðu eru hliðar bornar uppi af skástoðum úr stáli innan við gler sem spannar tvær hæðir. í gjánni verður glerlistaverk fellt inn í arkitektúrinn auk lit- brigða á veggflísum og gleri á húsinu utanverðu, allt eftir listamanninn Kees Visser í náinni sam- vinnu við arkitekta. Það er ekki bara gler og framsækin bygginga- tækni sem marka nýja húsinu sérstöðu, það á einnig við um þá starfsemi sem þar mun fara fram. í húsinu verður Menntasmiðja sem sameinar á nýstárlegan hátt starfsemi háskólabókasafns, gagnasmiðju með búnaði til gagnagerðar og tæknimiðlunar og kennslumiðstöðvar sem fjallar um námsgögn og kennsluhætti í skólastarfi. í hús- inu verða meðal annars fjarkennslustofur, hljóðver og tölvuver, kennslustofur og þrír vel búnir fyrir- lestrarsalir með um 70, 200 og 300 sætum. Víða erlendis leysa upplýsingamiðstöðvar af þessu tagi hefðbundin bókasöfn af hólmi og nú leggur Kenn- araháskólinn sem lengi hefur einn íslenskra há- skóla átt á gagnasmiðju og kennslumiðstöð að skipa fyrstur íslenskra skóla út á þessa braut. Þegar gengið er inn í húsið er komið inn á mið- hæð sem liggur í sama fleti og jarðhæð gamla hússins. Þar verða fyrirlestrarsalir á hægri hönd, gagnasmiðja og kerfisþjónusta á vinstri hönd en um stiga og gjá er opið niður í stórt bókasafn með afgreiðslusvæði, vinnusvæðum starfsmanna, safnkosti, vinnuherbergjum og lessvæðum fyrir gesti, sýningarsvæði og sérbúinni kennslustofu. í smiðjunni á miðhæð verður tækjabúnaður til myndvinnslu, klippibúnaður, upptökuklefi og sveigjanleg vinnurými til tölvuvinnslu og gagna- 14

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.