AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 17
gerðar ásamt afgreiðslu, vinnuherbergjum og
kerfisþjónustu. Á efstu hæð verða svo lessalir,
tölvuver, stórar stofur og smáar ásamt sérbúnum
kennslustofum til fjarkennslu með myndsend-
ingum.
Við hönnunina var mikil áhersla lögð á tæknileg-
an sveigjanleika, greiðar lagnaleiðir til hvers konar
samskipta ásamt þráðlausu neti um allt skóla-
svæðið. Með samvinnu við Nýherja hefur verið
tryggt að þetta öfluga net tengist þroskaþjálfaskor
skólans við Skipholt, list- og verkgreinahúsi skól-
ans á horni Skipholts og Bolholts, miðstöð sí-
menntunar á Varmalandi og íþróttaskor á Laugar-
vatni þar sem skólinn hefur á að skipa miklum
íþróttamannvirkjum og stendur meðal annars að
sérstakri þjónustumiðstöð í samvinnu við íþrótta-
hreyfinguna.
Nýbyggingin á Rauðarárholti gegnir miðstöðvar-
hlutverki í skipulagi skólans og gefur tóninn um
frekari þróun á skólasvæðinu. Arkitektúr hennar
með sín grönnu form og löngu línur kallast á við
aðalbygginguna frá 1962, stúdentagarðana nýju,
nálægar kirkjur og tíguleg form Sjómannaskólans.
Um leið myndar hún andstæðu við þyngri bygging-
ar á svæðinu. í tillögu hönnuða að húsinu var
meðal annars gefið til kynna hvernig leika mætti
þetta stef við frekari stækkun skólans. Hvenær
næst verður byggt liggur alls ekki fyrir en aðsókn
fer vaxandi á mörgum brautum í grunn- og fram-
haldsnámi, rannsóknir eflast og námsframboð
eykst. í því Ijósi má telja víst að starfsemin knýi á
um frekari byggingarframkvæmdir fyrr en síðar.
B.
Berker rofar og kerfi.
B.3
Eðalálrammar
svartar miðjur
B.1
Margir litir
fágað útlit
Design
Award
Winner
2000
og valið er einfalt.
Vatnagörðum 10 - 104 Reykjavík - sími 570 0000 - fax 570 0017 - www.volti.is - volti@volti.is
15
avs grafík