AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 25

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 25
Háskólaþorpið á Bifröst: Þekkingarsamfélag nýrrar aldar riöskiptaháskólinn á Bifröst er alh- liöa viöskiptaháskóli staösettur á Bifröst í Borgarfirði. Þar stendur nú yfir uppbygging á vaxandi háskóla- og þekkingarþorpi sem veröur ein- stætt hérlendis. Umhverfi skóla- samfélagsins markast af staösetningu þess á einum fegursta staö landsins í gróðurbolla viö rætur Grábrókar en auk hennar setja Hreöavatn og fjallið Baula sterkan svip á umhverfið. í dag búa og starfa tæplega 400 manns í háskólaþorpinu en gert er ráð fyrir aö sú tala vaxi í 600 á næstu tveimur árum. Starfræktar eru nú þrjár deildir viö háskólann: ■ Viðskiptadeild meö um 190 nemendur, þar af um 60 í fjarnámi. ■ Lögfræöideild með tæplega 40 nemendur alla á 1 .ári en deildin tók til starfa í haust. Fullskipuö munu um 120 nemendur veröa í deildinni. ■ Frumgreinadeild meö um 30 nemendur en sú deild býöur upp á eins árs aðfarar- og undirbún- ingsnám aö háskólanámi á Bifröst fyrir fólk úr atvinnulífinu. Hlutverk háskólans er aö búa nemendur undir ábyrgöar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Skólinn hefur á undanförnum árum haft frumkvæöi aö nýjungum í kennsluháttum meö tæknivæðingu og skipulagi sem hentar hraöa samtímans. Óháöur háskóli meö takmarkaðan fjölda nemenda býr yfir sveigj- anleika til þess aö takast á viö breytingar í alþjóð- legu samfélagi og getur veitt hverjum nemanda persónulegri þjónustu og betri aöstööu til náms og þroska en aðrir háskólar. Viðskiptaháskólinn á Bifröst er þekkingarfyrirtæki. Verömæti hans liggja þannig í hæfum nemendum sem valdir eru úr stór- um hópi umsækjenda og vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem mikilvægt er aö laða aö til kennslu og rannsókna. Til aö standa undir kröfum íbúa þarf háskólinn aö bjóöa upp á fyrsta flokks aöstööu til náms, starfa, lífs og leikja. Uppbyggingin á Bifröst miöar þannig aö þessum þörfum og má skipta henni í þrjá þætti: ■ búöarhúsnæöi fyrir nemendur og starfsfólk ■ Þjónustuhúsnæöi, t.d. íþróttaaðstaða, verslun, kaffihús og leikskóli. ■ Kennslu- og rannsóknarhúsnæöi Nemendagarðar samanstanda af þremur hverf- um, sem hvert hafa sitt svipmót, húsgerðir og full- nægja mismunandi þörfum íbúa. Kota og Garða- hverfi eru hönnuö af Arkís en Hraunshverfi af Magnúsi Ólafssyni arkitekt. Viö fyrirhugaö Háskólatorg er ætlunin aö safna saman allri miölægri þjónustu. Þegar eru þar Líkamsræktarstöð og laugarsvæði, þvottahús og Kaffi Bifröst, en áformað er aö bæta bókabúö og dagvöruverslun viö þessa þjónustu. Borgarbyggö rekur leikskóla sem liggur vel viö íbúðarbyggðinni en hönnun á stækkun hans stendur yfir. Skólahús Viðskiptaháskólans samanstanda af húsnæöi sem byggt var á árunum 1949-1965. Perla þeirra bygginga er Gamla skólahúsið sem hannaö er af Sigvalda Thordarsen og er elsta húsiö á staðnum. Þaö er vel varðveitt og í upp- runalegu horfi og litum. Vistarhús og Aðalból eru síöari tíma viðbætur frá 6. og 7. áratugnum hann- aðar af Teiknistofu Sambandsins. Þessi hús öll eru órofa hluti af sögu skólans og hafa mikið menningarlegt gildi. Þegar ákvöröun var tekin um nýtt skólahús var eitt helsta úrlausnarefni þess hönnunarferlis hvernig nýjar byggingar gætu allt í senn: Fullnægt faglegur þörfum skólans, skapaö honum nýja miöju og um leið virt tilvistarrétt hinna gömlu og virðulegu húsa sem fyrir eru. Þrjár arki- tektastofur tóku þátt í forvali um bygginguna, Arkís, Batteríiö og Stúdió Granda. Stúdíó Granda var valið til verksins og er húsið nú fullhannað. Þaö er mat stjórnenda háskólans aö sú hönnun hafi tekist sérlega vel og við erum stolt af húsinu sem mun gjörbreyta allri aöstööu Bifrestinga til náms og starfa. ■ 23 RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON, REKTOR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.