AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 27
Þá er gert ráö fyrir nýjum einstaklingsíbúðum og íbúðum fatlaðra suðaustanmegin á svæðinu. Að auki gerir skipulagið ráð fyrir framtíðarbyggingar- svæði nokkru ofar í landinu þar sem auka mætti íbúðarbyggð frekar þegar núverandi skipulag er fullbyggt. Gert er ráð fyrir helmings-aukningu á kennara- íbúðum og eru nýbyggingar staðsettar í tengslum við núverandi kennarabústaði. Núverandi kenn- arabústaðir eru einkum fjölskylduhús og því gerir skipulagið ráð fyrir nýjum gerðum kennaraíbúða fyrir einstaklinga eða minni fjölskyldur. Viðskiptaháskólinn gerir ráð fyrir mikilli uppbygg- ingu kennsluhúsnæðis á komandi árum og fólst hluti skipulagsvinnunnar í að koma með tillögur að hugsanlegum viðbyggingar- og nýbyggingar- möguleikum. Endanlegt deiliskipulag gerir ráð fyrir að frekari uppbygging kennslu- og rannsóknar- húsnæðis verði staðsett sem næst núverandi kennslubyggingum og þannig verði stuðlað að sterkri miðju háskólans. í fyrstu er gert ráð fyrir að byggt verði við núverandi kennslubyggingar og þær tengdar saman með tengibyggingu er einnig leysi aðgengi fatlaðra í eldri byggingum. Til lengri tíma litið er gert ráð fyrir uppbyggingu rannsóknar- og kennslubygginga í suðvesturenda svæðisins. Núverandi leikskóli háskólasvæðisins er stað- settur í gömlu íbúðarhúsnæði ofarlega í landi Bif- rastar og er brýnt að bæta þá aðstöðu og stækka í takt við aukna þörf á svæðinu. Skipulagið gerir ráð fyrir stækkuðum byggingarreit þar sem núver- andi leikskóli er, þannig að unnt sé að byggja við skólann til styttri tíma. Þá er skipulagður nýr þjónustureitur sveitarfélags austan við leikskól- ann, þar sem seinna verði unnt að byggja upp full- komnari og stærri leikskóla fyrir háskólasvæðið. Viðskiptaháskólinn miðar við að þeim fram- kvæmdum sem gert er ráð fyrir á nýju deiliskipu- lagi verði lokið árið 2005. Háskólasvæðið á Bifröst verður þá orðið helsta þéttbýli í uppsveitum Borg- arfjarðar, með rúmgott og nýtískulegt kennslu- og rannsóknarhúsnæði, þriggja deilda leikskóla fyrir um 60 börn og íbúðarhúsnæði fyrir um 600 manns. Nú þegar eru framkvæmdir langt komnar við byggingu hluta nemendaíbúða og hönnun nýs kennsluhúsnæðis stendur yfir. ■ SINDRI Kopar • Sink • Stál • A1 • Ryöfrítt Orkuver 5 - Völsuð klæðning Keflavíkurkirkja - Koparklæðning Klettagörðum 12 ■ 104 Reykjavík ■ simi 575 0000 ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.