AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 31
smiöju er vinnurými og öll aðstaða kennara með fagurt útsýni í suðaustur. Snyrtingakjarni er við tengigang í suðaustur og þar við hliðina á eru litlar svalir yfir aðalinngangi. Á svölum salar er mögu- legt að loka af stórt kennslurými, sem einnig má skipta í tvö minni. Tengibyggjng Á bak við nýbygginguna er tengigangur, sem tengist Vistarhúsi á þremur hæðum og Aðalbóli á tveimur hæðum. Tengigangur opnast í norðvestur, að Háskólatorgi. Vestast í gangi er rampi, sem tengir gólfhæð nýbyggingar og Aðalbóls beint við gólf gömlu byggingarinnar, sem er 60 cm hærra. Þannig er komið í veg fyrir að ganga þurfi niður í Vistarhús og upp aftur í nýbygginguna þegar farið er á milli bygginga á 1. hæð. Aðeins ein lyfta er í húsinu, sem opnast í tvær áttir og þjónar báðum hæðum nýbyggingar og þremur hæðum Vistar- húss. Efst á lyftuhúsi er stór þakgluggi, eins konar lugt, sem lýsir upp umhverfið þegar lyftan er á efstu hæð, en Ijósi er komið fyrir efst á lyftuvagni. Gamall tengigangur í kjallara er nýttur áfram sem tæknirými. Uppbygging og efnisval Útveggir, burðarveggir og plötur eru staðsteypt. Húsið er að mestu einangrað að utan og klætt með báruðum kopar. Útveggir tengigangs, á bak við tjörn og að Háskólatorgi, eru hins vegar ein- angraðir að innan, pússaðir og málaðir hvítir að utan. Grunnflötur byggingarinnar er lítill svo mögulegt er að loftræsa rými náttúrulega og dagsbirta nær inn í hvern krók og kima. Á efri hæð er fjöldi þak- glugga, sem auðvelda loftun og beina birtu niður þar sem rými ná ekki að útvegg en lýsa út í myrkrið að nóttu til. Mikil lofthæð í sal auðveldar gegnumstreymi lofts með opnunarmöguleikum neðarlega í útvegg í öðrum enda rýmis og við loft í hinum enda. ímynd hins nýja skóla er sprottin úr útliti elsta hússins á staðnum og vísar til þess að háskólinn á Bifröst á sér langa sögu og byggist á traustum grunni. Ný aðalbygging stendur sjálfstæð og skýrt aðgreind frá húsaþyrpingunni. Efnisval gefur hús- inu látlaust og jarðbundið yfirbragð en útlitið er mótað af eðli skólastarfsins og þörfum innandyra. Hvítir útveggjafletir tengibyggingar renna hins veg- ar saman við veggi eldri húsanna sem þeir mæta. Nýbyggingin ber með sér að um skólann blási ferskir vindar nútíma þekkingarþjóðfélags. Bygg- ingarnar halda þétt utan um hið litla samfélag sem þar hrærist en opnast á móti einstakri náttúrufeg- urð staðarins, sem er örvandi baksvið fyrir kraft- mikið skólalíf. ■ einangrunarplast frauðplastkassar EPS umbúðir 520 5400 EPS húseinangrun 554 0600 Dalvegi 24, Kópavogi Kaplahrauni 2-4, Hafnarfirði www.tempra.is ■»IF tempra pn<s B mnannrun eps ■ einangrun 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.