AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 34
rannsóknarverkefna sem og þróun námsins. í nánustu framtíð veröur boöið upp á fjarnám í ríkari mæli. Á Hólum er einnig Norðurlandsdeild Veiöi- málastofnunar, Héraössetur landgræöslunnar og Dýralæknir hrossasjúkdóma. Ágætt samband er milli embættis vígslubiskups á Hólum og Hóla- skóla. Á Hólastað er bæði leikskóli og grunnskóli. Góöir skólar fyrir börnin eru lykilatriði þegar fólk velur sér staö til búsetu í lengri eöa skemmri tíma. Á Hólum hefur sem sagt skapast gott samfélag þar sem fólk vinnur metnaöarfullt starf. Hólaskóli er staðarhaldari á Hólum og mikil og góö tengsl eru við Sveitarfélagið Skagafjörð um þróun byggöar og þjónustu á staðnum. Auk þess aö vera ein stærsta jörð á Norðurlandi hefur mynd- ast á Hólum myndarleg byggö, sem hefur tekiö mikinn vaxtarkipp á undanförnum tveimur ára- tugum. Skólaárið 2001-2002 sækja nám í Hóla- skóla 65 nemar. Auk þess fylgja nokkrum nemend- um börn og makar. Aö meðtöldum nemendum Byggingarsaga Hóla Byggöa- og byggingasaga Hóla er löng og merk. Á miðöldum var á Hólum eitt stærsta þéttbýli landsins, þar sem bjuggu 3-400 manns. Nú eru aö hefjast miklar fornleifarannsóknir sem miöa meöal annars aö því aö rannsaka húsaskipan og þorps- uppbyggingu þessa tíma. Dómkirkjan á Hólum, sem var vígö 1763, er byggö úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyröu. Kirkjan, sem er í síö-barrokkstíl, var endurgerð í sinni upprunalegu mynd. Þeim breytingum lauk 1988. Sjö kirkjur þar af 5 dómkirkjur hafa staöiö á þessum sama staö og voru sumar þeirra meö stærstu timburhúsum í Evrópu. Á Hólum er veriö aö Ijúka endurgerð merks stokka- og stafhúss, sem biskupinn Auöunn rauði Þorbergsson reisti um 1315, var húsiö nefnt eftir honum og kallað Auöunnarstofa. Húsiö var rifið vegna fátæktar ábúenda Hólastaöar í byrjun 19. aldar og timbrið selt. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt haföi faglega yfirumsjón meö endurgerö dómkirkjunnar og byggingu Auöunnarstofu hinnar nýju. Þá er nýlokiö aö gera upp utan sem innan gamla torfbæinn á Hólum, sem kallaður er Nýibær. Hann er frá miöri 19. öld og í honum var búið þar til eftir seinna stríö. Þjóöminjasafnið á bæinn, en Hóla- skóli sér um rekstur hans samkvæmt sérstökum samningi. Byggingar skólans Húsnæðisvandræöi háöu skólanum fyrstu árin. Þau hús sem hér stóöu voru kirkjan úr steini en öll önnur hús úr torfi og grjóti. Fljótlega varö því aö reisa skólahús og varð úr aö keypt var timburhús sem stóö í Hrísey. Var þaö flutt til Hóla og reist þar aftur. Húsiö var fullbyggt áriö 1892. Húsiö var tvær hæöir og kjallari meö miklu risi og kvisti um þvert. Hús þetta brann 16. október 1926. Áriö 1910 var annað skólahús reist, en þaö var hannað af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara. Húsiö var byggt úr steini, þó aö lagt hafi verið til aö þaö væri úr timbri og haföi Alþingi miðað fjárveit- ingar sínar viö þaö. Þaö var illa einangrað og þótti kalt. Eftir aö eldra hús skólans brann 1926 var nauð- synlegt aö byggja nýtt hús. Var ákveðið aö byggja þaö áfast húsinu frá 1910. Geröi Guöjón Samúels- son húsameistari uppdrátt að því. Hefur mönnum þótt vel til takast og hefur Guöjón borið fulla virö- ingu fyrir verki Rögnvalds. Þessar tvær byggingar mynda saman núverandi skólahús, sem var á sínum tíma taliö besta skóla- hús á landinu. Um árabil bjó nær allt fólk á Hólum, nemendur og starfsfólk í þessu húsi utan örfárra sem bjuggu í torfbænum. Leikfimihús var byggt áriö 1912. Það brann áriö 1969, en veggir stóöu uppi og var húsið endur- byggt. Á undanförnum árum hefur verið staöiö myndar- lega aö viðhaldi og endurgerö skólahússins og hlutverki þess að hluta breytt. í húsinu eru ekki lengur íbúðir starfsfólks og nemenda, heldur hýsir þaö nú skrifstofur og kennslustofur skólans. Á efstu hæöinni eru gistiherbergi. Við framkvæmd- irnar var lögö áhersla á aö fylgja upprunalegu útliti eins og kostur var. Björn Kristleifsson var arkitekt verksins og var mjög vandað til þess svo húsiö er allt oröiö hiö fegursta. Um 1910 var fyrsti hluti fjóssins á Hólum byggö- ur, höfundurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Áriö 1927 var fyrsti hluti gömlu fjárhúsanna byggöur og voru þau hönnuö af Guöjóni Samúelssyni. Þetta voru stór og glæsileg hús. Þessum fjárhúsum hef- ur núna verið breytt í fiskrannsóknahús. Seinna var byggt viö bæöi fjárhúsin og fjósiö. Á grunni skólahússins sem brann var byggt hesthús, sem síðar var breytt í vélaverkstæði og trésmíðaverkstæði. Á árabilinu 1947-1956 voru svo reistir tveir kenn- arabústaðir og skólastjórabústaöur, einnig var á 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.