AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Síða 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Síða 35
þessum árum byggt prestsetur sem nú er orðið setur vígslubiskups. Öll eru húsin tvílyft og með kvistum. Rétt um 1980 var borað eftir heitu vatni við bæ- inn Reyki fremst í Hjaltadal og lögð hitaveitulögn um 9 km leið heim til Hóla. Sú framkvæmd lagði grunn að stofnun fyrirtækisins Hólalax h.f. sem var hlutafélag í eigu ríkisins og veiðifélaga auk ein- staklinga. Þetta fyrirtæki gerði skólanum kleift að fara út í kennslu í fiskeldi og síðar rannsóknir. Á þessum árum var einnig ráðist í að byggja nýtt hesthús fyrir 50 hross með viðbyggðum flatgryfj- um og kennsluaðstöðu. Árið 1989 var svo byggð reiðskemma við hesthúsið, sem gerbreytti allri kennslu í reiðmennsku og tamningum. Arkitekt þess húss var Magnús Ólafsson. Loðdýrarækt var vaxandi atvinnugrein um 1980 og tók Hólaskóli þátt í uppbyggingu hennar. Kennsla og rannsóknir í loðdýrarækt varð eitt af meginmarkmiðum skólans. Byggt var loðdýrahús fyrir refi og minka. Áhugi á þessari búgrein minnk- aði verulega er fram liðu stundir og fór það svo að húsunum var breytt í hesthús og rannsóknahús fyrir hross og hrossasjúkdóma. Árið 1992 voru ný fjárhús tekin í notkun. Þau voru með nokkru nýju sniði, m.a. var áburðarkjall- ari lokaður og miðað við að vatnsblanda taðið og því síðan dælt upp úr kjallaranum. Nýlega var þessum fjárhúsum breytt í hesthús og eru nú á staðnum hesthúspláss fyrir um 170 hross. Hið forna menntasetur nútímans Við uppbyggingu á aðstöðu fyrir skólastarf og rannsóknir á Hólum er áhersla lögð á að nýta gamlar byggingar. Segja má að þetta marki menntasetrinu nokkra sérstöðu. Þessi stefna er í takt við það markmið að öll uppbygging á Hólum mótist af virðingu fyrir sögu, menningu og um- hverfi. Nú síðast í júní 2001 var vígð ný kynbóta- stöð í bleikjueldi í gamla fjárhúsinu sem er frá 1927. Hér er því rannsóknastöð í fiskeldi sem að grunninum er hönnuð af Guðjóni Samúelssyni! Þá er gamla fjósið og hlaðan á Hólum smátt og smátt að öðlast nýtt hlutverk. í haughúsinu er nú starf- rækt vatnalífssýning og í gamla mjólkurhúsinu er nú rannsóknaaðstaða í fiska- og vatnalíffræði. Þá er gamla fjósamannsíbúðin uppgerð og hýsir tölvumann staðarins! Ein hugmyndin er að fjós- hlaðan verði innréttuð sem fyrirlestrasalur. Hin mismunandi svið sem skólinn leggur stund á gera ólíkar kröfur um aðstöðu. Til dæmis þarf mik- ið húsnæði fyrir hesta og alla þá kennslu og rannsóknastarfsemi sem þar er um að ræða. Þetta húsnæði stendur nokkuð afmarkað suður af meginbyggðinni. Þar er nú verið að hefjast handa við byggingu nýrrar reiðhallar og þar er stefnt að því að hýsa nýstofnað Sögusetur íslenska hests- ins. Vel er staðið að skipulagsmálum á Hólum. Ný- lega voru samþykktar nokkrar breytingar á eldra aðalskipulagi staðarins og þar er gert ráð fyrir aukinni íbúabyggð, kennslu og rannsókna- húsnæði. Nú stendur fyrir dyrum að vinna nýtt aðalskipulag fyrir staðinn sem nær til enn stærra svæðis. Þetta er í samræmi við áætlanir um aðal- skipulag Skagafjarðar. Hólaskóli og Hólastaður hafa umtalsverða vaxtarmöguleika og nú er til dæmis mikil þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði, bæði fyrir nemendur og kennara. Nemendur búa flestir í smáhýsum. í þeim eru 19 íbúðir sem geta hýst allt að 56 einstaklinga. Margir ferðamenn sækja Hóla heim og mikil uppbygging hefur verið í ferða- þjónustu á staðnum. Herbergin á loftinu í skóla- húsinu og annað laust húsnæði er nýtt sem sumarhótel, en þörf er á meira gistirými. Staðarsýn Hóla er einstaklega glæsileg. Flestir sem koma heim til Hóla hafa orð á þeim sterka andblæ liðinna alda sem þar ríkir. Fögur og stór- brotin náttúra gefur staðnum glæsilega umgjörð. Nýbyggingar framtíðarinnar munu taka mið af þessu. Starfsemin á Hólum snýst um málefni sem koma mikið við sögu við nýsköpun og eflingu atvinnulífs þjóðarinnar. Að þessu leyti er Hólaskóli ákveðinn merkisberi hins víðtæka hlutverks landbúnaðarins á 21. öldinni. Tækifæri til frekari þróunar starfseminnar eru greinileg og unnið er hörðum höndum að því að láta þessi tækifæri verða að veruleika. Frekari uppbygging Hóla sem háskólaþorps og menningarseturs er afar spennandi og þarft verk- efni. Hin gömlu sannindi að aukin þekking sé lykil- atriði við farsæla þróun byggðar eru svo sannar- lega í fullu gildi nú á tímum landsbyggðaflótta. Efling mennta- og rannsóknastofnana í hinum dreifðu byggðum landsins er einhver besta fjár- festing sem hægt er að hugsa sér við þróun fjöl- breytts atvinnulífs, nýsköpunar, góðs mannlífs og samfélagsmyndunar. ■ 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.