AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 41
Tœkniskóli íslands |“,,™“ækniskóli íslands var stofnaður árið 1964 í því skyni að auka verkmenntun landinu, með því að veita iðnaðarmönn- um vettvang hérlendis til að stunda nám við sitt hæfi á háskólastigi, þ.e. tækni- fræðinám. Á þessum 37 árum sem liðin eru hefur námsframboð skólans aukist jafnt og þétt með meinatækni, iðnfræði, útgerðartækni sem var undanfari iðnrekstrarfræði, alþjóðamark- aðsfræði, vörustjórnun, geislafræði, iðnaðartækni- fræði og tölvu- og upplýsingatæknifræði. Auk bóknáms hefur frá upphafi verið krafist verklegrar kunnáttu og a.m.k. 6 - 24 mánaða starfsreynslu til inngöngu í sérgreinadeildir skól- ans. Framan af sóttu skólann aðallega iðnaðar- menn í byggingum, vélum og rafmagni. Fyrstu árin voru byggingamenn í meirihluta en smám saman tóku rafmagnsmenn forystu. Með tilkomu iðnrekst- rarfræði urðu inngönguskilyrði almennari. Á undanförnum árum hefur sókn nýnema verið lang- mest í rekstrarnám. Til inngöngu í frumgreinadeild hafa gilt sömu skilyrði og í sérgreinadeildir hvað verkleg inntökuskilyrði varðar. Meinatækni og geislafræði hafa haft þá sérstöðu að svo til alla tíð hefur verið gerð krafa um stúdentspróf til inn- göngu. Skólinn hefur jafnan lagt áherslu á að kennarar hans séu í nánum tengslum við atvinnulífið á við- eigandi fagsviði. Fastráðnir kennarar hafa verið um þriðjungur af kennaraliði og reyndar er það hlutfall miklu lægra ef með er talinn allur fjöldi sér- fræðinga sem kemur að kennslu í einstökum deildum. Kennarar sérgreinadeilda kenna einnig í aðfararnáminu, frumgreinadeild, og þykja þannig tryggja markvissari undirbúning fyrir sérnámið. Frá því að rammalöggjöf um háskóla var sett (nr. 136/1997) hafa ýmsir hagsmunaaðilar togast á um stöðu skólans innan menntakerfisins. Óvissan um framtíðarskipulag og stöðu skólans hefur hamlað verulega framþróun í starfi hans og áframhaldandi óvissa dregur úr samkeppnisstöðu hans gagnvart nemendum. Einhugur ríkir um það meðal starfs- 39 ODDNY ARNADOTTIR, FORSTM. ALPJOÐASKRIFSTOFU Tl

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.